Erfitt verkefni framundan....

Sjáum hvað setur, aldrei að vita nema REI listinn undir stjórn Dags nái að gera góða hluti. SÉRSTAKLEGA af því að Bingi "Glanni" Hrafnsson er ekki með meira vægi en raunin er í samstarfinu.  Dagur hefði þó verið maður að meiru hefði hann krafið Björninn um að segja af sér trúnaðarstörfum á vegum OR og REI.

Ég hef reyndar nokkra trú á Degi og er ánægður með að hann fái tækifæri sem Borgarstjóri, gæti m.a.s. orðið honum til enn meiri hvatningar hvernig málin þróuðust. Hann gerir sér væntanlega grein fyrir hversu litla möguleika hann á í næstu kosningum geri hann og hans fólk ekki eitthvað stórglæsilegt sem sitjandi meirihluti.

Ólafur F. og Margrét vissulega í óþægilegri stöðu að vissu leyti. Bæði skráð meðlimir í XÍ en voru ekki kosin sem slík og verða því að gæta orða sinna. Sérstaklega til að ergja ekki enn meira virkilega grama F-menn sem hafa í mikilli rætni elst við Margréti eftir að hún tók sitt hafurtask og fólk og yfirgaf listann þeirra.
Ólafar og Margrétar bíður mikið verk ætli þau sér að ná manni inn aftur í næstu kosningum. Best væri náttúrulega að standa sig með þvílíkri prýði að þau bætti við manni næst (jafnvel á kostnað B-lista).

Það sem mér finnst verst af öllu fyrir mig persónulega í öllum þessum gjörningi er hversu afhuga pólitík þetta gerði mig.  Mér finnst allt svona baktjaldamakk algerlega ömurlegt og eigi alls ekki að líðast í lýðræðis ríki.

Ef pólitískt kjörnir leiðtogar geta ekki sýnt okkur þá lágmarkskurteisi að fela ekki gjörðir sýnar og framkvæma í skúmaskotum, þá eiga þeir ekki að mínu mati rétt á setu sinni.

Þetta á jafnt við um núverandi meirihluta sem og skíthælana í minnihlutanum sem voru á hlaupum um allan bæ að reyna að finna "vini" til að stofna með nýjan meirihluta, án Villa, án vitneskju Villa sem virðist alltaf vilja trúa því besta í öllum málum. Hvort sem um er að ræða samstarfsfólk eða risastóra samninga sem að hann skrifar undir án þess að lesa.


mbl.is Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Bingi  Wanted Dead Or Alive

Ómar Ingi, 14.10.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband