Þarf þá ekki að fara að byggja við Litla Hraun?

Já, eða að spara okkur stórfé og senda bara alla erlendu afbrotamennina sem að við erum að vista hérna núna í mislangan tíma aftur heim. Gætum það ef við værum ekki hluti af EU og inni í Schengen.  En, nei. Eigum að bera sjálf ábyrgð á "okkar" afbrotamönnum.  Við erum bara svo smá, með stöðugri þyngingu dóma er allt eins líklegt að við þurfum að fara að bæta verulega við í fangelsisrýmum.

Er ekki bara málið að kaupa heldur nokkra síðutogara aftur og senda þá á sjóinn?

En svona fyrst að ég er búinn að rasa aðeins út, er til lausn?  Hvaða ráð eru til, til að stemma stigu við þessari stöðugu aukningu sem virðist eiga sér stað? Af hverju þarf landinn stöðugt meira magn fíkniefna til að "slökkva þorstann"?


mbl.is Dómar tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Baldvin, ég held að þetta sé akkúrat spurninging sem þarf að spyrja: "af hverju þarf stöðugt meira magn fíkniefni til að slökkva þorstann"? Þorsta í hvað? af hverju þarft fólk deyfingu til að geta lifað hérna í hinum vestræna heimi? hvað erum við að gera svona vitlaust? Ég held fast í þá kenningu mína að við séum búin að búa til samfélag sem manneskja getur bara alls ekki búið í.

jæja, þar er ég búin að rasa út... ... í bili.

bestu kveðjur, gengur ekki allt í fínasta með litla krúttið? og aðeins stærra krúttið?  

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.9.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jú takk :)   Krúttin blómstra

Baldvin Jónsson, 27.9.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Ómar Ingi

Senda þá á togara sem ferst í miklum sjógangi þá

Ómar Ingi, 28.9.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband