Ég vil nota þetta grátbroslega tækifæri og skora hér með á Samfylkinguna um að standa við stóru umhverfisloforðin sem féllu fyrir kosningar í vor!!!

Hefði varla trúað því að hið "græna" og fagra Ísland ætti ekki einu sinni möguleika á umhverfis viðurkenningum í samkeppni við Norðurlöndin??  Hefðir þú trúað því?

Nú vil ég fara að sjá framkvæmdir Ingibjörg Sólrún Gissurardóttir. Eitthvað annað en þann málamynda gjörning að kalla heim friðargæsluliða frá Írak örfáum dögum áður en hún átti að koma heim hvort eð er.

Hvar er "Fagra Ísland"??  Á að túlka allt í stíl fyrri ríkisstjórnar núna?  Eru stóru loforðin orðin skyndilega að orðalagi eins og heyrðist svo gjarnan frá B lista í síðustu ríkisstjórn?  Þar var ítrekað talað um t.d. "virðingu gagnvart náttúrunni" sem þýddi að virðist hjá þeim á íslensku "að gjörnýta allar auðlindir á sem skemmstum tíma".

Samfylkingin er vonarneistinn okkar núna í umhverfismálum. Standið þið undir því??


mbl.is Ekkert íslenskt sveitarfélag tilnefnt til umhverfisverðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Maður vonar það besta en óttast það versta...

Villi Asgeirsson, 12.9.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband