Velti því fyrir mér hvort að sé ekki lengur skilgreindur munur á forræðishyggju og siðferði?

Var að lesa bloggið hjá henni Sunnu Dóru, frænku minni.  Hef svo sem engan sérstakan áhuga á Britney Spears, en vangaveltur hennar frænku minnar upphófu athyglisverð skoðanaskipti í athugasemdunum hjá henni.  Hérna eru mínar vangaveltur þaðan, fannst þessi hugleiðin eiga skilið sitt eigið blogg hjá mér.

Velti fyrir mér hvort að sé ekki lengur skilgreindur munur á forræðishyggju og siðferði?

Á að leyfa algjörlega allt af því að allt annað er forræðishyggja?  Eigum við aldrei að þora að setja mörk af ótta við að skerða áður fengið frelsi?

Ég vil ekki forræðishyggju. Ég vil ekki að dóttir mín þurfi að alast upp við að vera matreidd af því að stelpur eigi að vera "sætar", "góðar", "kynþokkafullar", "hógværar", og hvað þetta bull allt segir.

Ég vil reyndar heldur ekki að sonur minn þurfi að trúa því að hann verði að vera "duglegur", "harður", "íþróttamaður", "klár", "töffari" o.s.frv.

Ég vil að börnin mín fái að velja sjálf, en það er mitt að innleiða þeim mörk og siðferði í uppeldinu. Á svo sem lítinn möguleika, en við verðum að gera okkar besta.

En ef það er forræðishyggja að vilja velja að þau þurfi ekki að samþykkja klám ÁÐUR en þau hafa þroska til að skilgreina eigið siðferði, þá vil ég heldur forræðishyggjuna.  En það er ekki svoleiðis.  Það er öfga túlkun á hugtakinu forræðishyggja að ætla því að standa fyrir öll boð og bönn.

Sumt á bara að vera bannað því annars skaðar það okkur stórlega.  Við bönnum mörg fíkniefni, árásir, kynferðislegt ofbeldi, manndráp, andlegt ofbeldi, einelti og svona mætti lengi telja.  Af hverju er það þá ekki forræðishyggja??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnast mjög góðar vangaveltur hjá þér og einmitt þessi punktur með forræðishyggjuna og siðferðið. Mér finnst ég svo oft verða vör við það á blogginu að ef að það á að banna eitthvað, sem að oftar en ekki er gegn góðu siðferði þá er hrópað upp að allt sé forræðishyggja og verið sé að skerða frelsi fólks til að gera og segja allt sem að því hentar.

Það er stundum eins og frelsisumræðan fari út í öfgar og talað sé fyrir algjöru agaleysi og markaleysi, kannski erum við að sjá afleyðingar þess í miðbænum um helgar, þar sem fólk telur sig hafa frelsi til að ganga um eins og þeim listir, mígandi og hendandi rusli út um allt.

Það verða að vera til skýr siðferðismörk og forræðishyggjan held ég að sé nú alltaf hluti af uppeldi ungra barna, þar sem að við notum okkar siðferðiskennd til að vega og meta fyrir börnin okkar hvað gott fyrir þau og hvað ekki þar til þau verða nógu stór til að geta beitt eigin siðferðiskennd.

En takk fyrir góðar vangaveltur,

Kveðja, Sunna Dóra!

Sunna Dóra Möller, 11.9.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband