Las góða hugleiðingu á blogginu hjá honum Hemma kokk sem vekur mann til þægilegrar umhugsunar....

Sjá hugleiðinguna hérna.

Þarna segir m.a.: "Hvenær sem þú ert óánægður og ósáttur í lífinu, getur þú verið viss um að það er af því að þú hefur hætt að hugsa um aðra og orðið of upptekinn af sjálfum þér."

Amen, segi ég nú bara.  Naglinn á höfuðið og allt það.  Smellpassar við líf mitt og svo margra í kringum mig.

Verð upptekinn af mér, finnst "þið" ekki nógu upptekin af mér, missi húmorinn fyrir mér en finnst "þið" samt vera að hlægja að mér (ekki með mér).

Leiðinlegt líf get ég vottað.  Og lausnin svo einföld (Svo leiðinlega einföld þegar ég er á röngum stað með hugann).  Bara að hugsa meira um aðra en mig, og þá hugsið "þið" um mig Smile

Já, Guð er góður.  Ég þarf bara að velja að taka þátt í leiknum eins og lífið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband