Kynin og rökhyggja?

Fór að velta fyrir mér eftir að ég var að lesa bloggið hjá góðum vini mínum Arnóri hversu stórkostlegur misskilningur ég upplifi að þessar fullyrðingar eru með kynin og tilfinningaleg viðbrögð annars vegar og rökræn viðbrögð hins vegar.

Af hverju er því almennt haldið fram að karlar séu svo miklar rökhyggju manneskjur og konur svo miklar tilfinningaverur?  Var það kannski þannig einu sinni?  Tja, það er það a.m.k. ekki í almennum skilningi lengur.  Man svo vel eftir orðum prests sem að ég hitti í undirbúningnum fyrir Brúðkaupið mitt, en hann sagði að þessu væri einmitt þveröfugt farið. Að það væru konur sem væru rökrænar (skynsamar) og karlar sem hegðuðu sér meira eftir tilfinningum sínum (impulse).

Er það ekki bara svoleiðis?  Auðvitað eru ALLAR alhæfingar rangar (og þá þessi væntanlega líka), en ég held að þetta sé svona almennt rétt.

Við bregðumst ítrekað við af því sem kallað er t.d. impulse eða first instinct á erlendri tungu, á meðan að konur virðast ítrekað bregðast við af yfirvegun og jafnvel vel hugsuðu máli.

Prestur þessi ofangreindur sagði nefnilega að hans reynsla væri sú að konur velji eiginmann sinn vandlega, en mun algengara sé með karlmenn að "hún" hafi verið svo mikið æði OG hún vildi hann.  Hún sem sagt sagði JÁ!!

Þér finnst þessi hugleiðing mín kannski gera heldur lítið úr okkur karlpeningnum en það er allt í lagi.  Mér finnst ég ekkert minni maður fyrir vikið.  Ég er þvert á móti afar stoltur af því að konan sem ég hreifst af skildi velja mig Wizard

 

Ps. Mæðgunum heilsast afar vel.  Sú litla bara drekkur og drekkur og drekkur og drekkur, og mamman farin að finna fyrir verulegum þrýstingi frá mjólkurframleiðslunni.  Hefðum eiginlega þurft að eignast þríbura held ég til að ná að vinna á mjólkurkvótann eitthvað að ráði.

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 067  Sé mæðgurnar ekki mikið öðruvísi þessa dagana :)  Bara í mismunandi stólum eða herbergjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband