Hvers vegna ekki?? Er nú þegar búið að lofa að selja sig ódýrt?

Getur verið að "sæta stelpan" sé þegar búin að lofa losunarheimildum okkar til 2012??  Má það ekki bara teljast afar líklegt fyrst að þetta er staðan núna?

Þetta er mál sem almenningur hlýtur að vera sammála um, hvort sem að hann stendur "hægra" megin, "vinstra" megin, umhverfis- og arðsemismegin eða skammtíma- og arðsemismegin.

Losunarheimildirnar á að selja dýrt.  Mjög dýrt.  Þetta er stórkostlegt verkfæri fyrir okkur til að beita til stýringar, til þess að geta lagt eitthvað til til mótvægis við eyðingu og mengun.

Mín tillaga akkúrat núna á mörkum svefns og vöku væri þessi:

Seljum rafmagnið til allrar stóriðju, þ.m.t. t.d. grænmetisbændur, á sama útsölu verðinu og leggjum svo feitan losunarheimilda skatt á þá sem skila náttúrunni af sér verri en hún var áður en framleiðslan/nýtingin hófst.  Skilyrðum svo að þessi skattheimta verði notuð til uppbyggingar og rannsókna í umhverfismálum.

Hvernig líst þér á það?


mbl.is Losunarheimildir verða ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ertu að meina að grænmetisbændur á gúmmískóm með neftóbaksdósir í rassvasanum eigi að sitja við sama borð og alvöru bissnismenn sem koma til landsins í einkaþotum?

Fyrr má nú....................

Árni Gunnarsson, 1.9.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

  Einhvern tíman las ég upplýsingar um að ef grænmetisbændur fengju orkuna hérna á sama verði og álið að þá myndi það skapa hlutfallslega margfalt fleiri störf fyrir sömu orkunýtingu OG skila mun meira í kassann.

Væri það ekki skemmtilegt?  Væri svo að sjálfsögðu afar umhverfisvænt framtak hjá Illuga og félögum í "græna" armi Sjálfstæðismanna.

Baldvin Jónsson, 1.9.2007 kl. 01:13

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Grænmetisbændur borga allavega 4falt verð álrisanna + margfaldan flutningskostnað rafmagnsins. Ef þeir fengju raforku á útsöluverði brjÁLæðisins værum við sennilega að flytja út grænmeti!:D

Allavega væri það ekki svona dýrt!

Ævar Rafn Kjartansson, 2.9.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband