Glæsilegt framtak þarna á ferð...

P7220046Eru uppi umræður meðal skógfræðinga að þetta sé nú ekki alveg svona einfalt, að það megi tvöfalda tölu trjáa sem þarf til að ná "jöfnun" þar sem tré framleiði afar mismikið súrefni eftir árstíma og árferði.

En hei, einbeitum okkur frekar að jákvæða hlutanum. Með þessu framtaki http://www.kolvidur.is  verkefnisins er verið að taka stórt skrefi í átt að bættum heimi.  Gefum heldur kredit fyrir það.

Það má lengi velta því fyrir sér hversu langt þarf að ganga, en ekki gleyma að hrósa fyrir gott framtak fólks fram aðpattinn því.  Ég keyri um á heldur stórum bíl, bíl sem ég nota til ferðalaga um hálendið bæði sjálfur og með ferðamenn.  Hefur oft angrað mig aðeins hvað svona bíll er óumhverfisvænn í raun og þó að þetta geri hann ekki "grænan", þá er hann engu að síður a.m.k. mun grænni á eftir Cool

Þjóðin kaus yfir sig aukna mengun 12. maí, tökum nú ábyrgð á okkar hlut og leggjum málinu lið.


mbl.is Starfsemi Heklu kolefnisjöfnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarpur

Já þetta er aldeilis glæsilegt. Tek þó fram að Hekla er að styðja Hekluskóga, en ekki Kolvið. Skiptir kannski ekki öllu, því þetta snýst um að binda kolefni úr andrúmslofti sem við viljum minnka (ekki að framleiða súrefni) og gott að glæsilegt fyrirtæki eins og Hekla vilji taka þátt í þessu. Sama hvaðan gott kemur segi ég.

Bindingin felst í því að ljóstillífun allra plantna (ekki bara trjáa) að sumri bindur CO2. Við það stækka plönturnar (ofan og neðanjarðar). Kolefnið (C) safnast fyrir og sleppir súrefninu (O2) út í andrúmsloftið.

Nóg um tækni og vísindi. Til hamingju Hekla og til hamingju Hekluskógar!

Skarpur, 16.5.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Friðrika Kristín

Hæææjjj Baddi,

Flakkaði inn á síðuna þína frá Andrési! Vííí, gaman að "rekast á þig 'skan!"

Hilsen

Friðrika  *hömlulaus dramadrottning*

Friðrika Kristín, 19.5.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband