Til hamingju Íslandshreyfingin!!!

Kverkfjöll á fallegum degiTil hamingju allir með frábæran árangur. Á aðeins 3 mánuðum tókst að byggja afl sem þrátt fyrir lítt vinsæl stefnumál tókst að fá um 6000 atkvæði. Frábær árangur!!!

Og hey, allt hjal um að Íslandshreyfingin hafi hjálpað stjórninni er stórkostleg della. Skv. síðustu könnunum fyrir kosningar þá tók Íslandshreyfingin flest sín atkvæði frá B og D!!  Þrátt fyrir það tókst D að stórsigra í þessum kosningum miðað við flokk sem er búinn að sitja nú þegar í 16 ár. B listi hins vegar er augljóslega að sleikja sárin.

Félagshyggjufólk B lista er komið til okkar og Samfylkingar, hvernig stendur á því að félagshyggjufólk D lista treystir sér ekki til þess að standa með persónulegum skoðunum?

En ótvíræðir sigurvegarar án viðmiðs við eytt eða neitt eru að sjálfsögðu VG. Til hamingju VG.

Nú er það okkar allra að standa saman að því að vera stjórnvöldum landsins til halds og trausts við það að verja landið okkar og samfélag.

Ekkert bruðl, grænt ER arðbært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já er það satt

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 14.5.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir Hulda.  Umhverfisvernd er að sjálfsögðu mun víðtækari, sbr. vistvernd í verki t.d.  En með því að leggja okkur fram og gera okkar besta, hvert og eitt, að þá lagast ástandið til muna og það hratt.

Okkur finnst það líka frábær árangur að fá um 6000 atkvæði eftir aðeins 2 mánaða kosningabaráttu af litlum efnum, en hefðum að sjálfsögðu viljað ná fólki inn. Munaði svo sorglega litlu.  Gott til þess að vita, að skv. úttekt sem gerð var fyrir kosningar að þá tókum við vissulega fylgi frá VG, en tókum meira frá D lista þannig að við lögðum a.m.k. eitthvað til á vogarskálarnar.

En við erum þess sannfærð að ætlunarverkið takist næst, höfum núna 4 ár til stefnu

Baldvin Jónsson, 15.5.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband