Hvernig metum við framtíð?

Það er spenna í mér í dag.  Kjörfundur hefur verið settur og stendur til 22:00 í kvöld.  Það er komið að deginum þar sem reynir á okkur að velja á milli þess að kjósa af eigingirni til skammtímasjónarmiða, eða að kjósa til framtíðar og velja þar með velgengni fyrir okkur öll en ekki bara næstu örfáar kynslóðir.

Íslandshreyfingin stendur fyrir grænum kapítalisma í íslenskum stjórnmálum.  Það er ný hugmynd í íslenskum stjórnmálum að það sé hægt að vera grænn og arðbær á sama tíma.  Það er hinsvegar engin vafi á því í mínum huga að það er margfalt arðbærara að framkvæma í sjálfbærni og geta þar með hagnast á auðlindum okkar og umhverfi aftur og aftur.

Við sjáum það að sjálfsögðu öll að það að framkvæma stöðugt í "einnota" hugsun er ekki þjóðinni til framdráttar.

X við I í dag stendur m.a. fyrir:

  • Þroskaða umræðu og framtíðar skipulag á stóriðju- og orkunýtingu þjóðarinnar
  • Lækkun skatta á fyrirtæki til að byggja enn frekar undir sterkt atvinnulíf og þar með fleiri störf.
    Reynslan hefur nú þegar sýnt að það eykur tekjur þjóðarinnar að lækka skatta á rekstri.
  • Að styrkja nýsköpun og sprotafyrirtæki og sérstaklega á landsbyggðinni með því sem við höfum kallað dönsku aðferðinni.
  • Hækkum skattleysismörk, já eða réttara sagt leiðréttum þau aftur miðað við verðlagsþróun. Að setja skattleysismörkin í 142.600.- aftur er réttmæt og þörf kjarabót fyrir láglaunaða og skilar margfalt meiri árangri en hátekjuskattur t.d. gæti nokkurn tíma gert.

Sjá nánar á http://www.islandshreyfingin.is

Hér eru nokkrar myndir af náttúruperlunni við Langasjó, sem við getum kvatt sitji D og B áfram í ríkisstjórn:

LangisjorVefur       langi

 

 

 

 

 

 

langisjor_270505       voetn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband