Hugleiðing í aðdraganda kosninga........hverjum get ég treyst??

Mér er afar órótt innanbrjósts satt best að segja.  Þetta er ekki mál sem er mér léttvægt, þetta er ekki góðlátlegt áhugamál.  Ég hef verulegar og raunverulegar áhyggjur af því að siðblindir valdhafar þessa lands fái að sitja áfram að völdum.  Ég hef af því verulegar áhyggjur að þeim takist á næstu 4 árum að ganga endanlega frá auðlindum okkar í hendur fárra vina sinna og skilja landann þar með eftir allslausan.

Hefur þú áhyggjur?  Einn af mínum bestu vinum sendi mér smá hugleiðingu á tölvupósti í dag þar sem að hann deildi með mér sömu áhyggjum og ég er að upplifa.  Hann dvaldi langdvölum í Frakklandi fyrir nokkrum árum síðan og það var honum hugleikið hversu blint við kjósum að treysta valdhöfum meðan að þeir selja frá okkur undirstöðueignir þjóðarinnar. Hann sagðist sannfærður um að ráðamönnum yrði sko ekki kápan úr því klæðinu hjá frönsku þjóðinni.

En endanlega datt af mér andlitið í dag þegar ég sá forsíðu málgagns Sjálfstæðismanna, Morgunblaðsins, þar sem var letrað stórum stöfum að yfirtaka Alcoa á Alcan myndi ekki hafa mikil áhrif hér á landi!!!  Erum við ekki í lagi??  Myndi það ekki hafa áhrif hér á landi ef eitt risafyrirtæki væri kaupandi að 85% af allri orkiframleiðslunni okkar!!!  85%!!

85% er svo sterk staða að þeir gætu í raun bara krafist nánast þess sem þeim sýnist, það er bara svoleiðis.

Ég efast ekki eina mínútu um það að forráðamenn Sjálfstæðisflokksins trúa því að það sem þeir eru að gera sé þjóðinni fyrir bestu. En það er einmitt þess vegna sem að verður án frekari tafa að gefa þeim frí frá stjórnun landsins.  Valdahrokinn er búinn að blinda þá svo gjörsamlega að þeir sjá ekki lengur muninn á réttu og röngu. Sjá ekki muninn á réttlæti og vinagreiðum.

Ég trú því hins vegar ekki eina mínútu að sala Landsvirkjunar sé ekki á borði núverandi valdhafa. Það hafa bara einfaldlega farið fram of miklar breytingar undanfarið til að það sé ekki eitthvað í spilunum.  Minni líka á það að Kristinn Björnsson og Kolkrabbavinir hans í FL Group sitja á miklum sjóðum og virðast vera að bíða eftir einhverjum vænlegum fjárfestingarkosti.

Hefur þú í alvöru engar áhyggjur??

Ég vil að sjálfsögðu hvetja þig kröftuglega til þess að setja atkvæði þitt við I á komandi laugardag.
En ef ekki X við I, þá verðurðu að lofa mér því fyrir heill þjóðarinnar allrar að setja ekki X við ríkisstjórnarflokkana.  Hvort sem að þér líkar stjórnarandstaðan eður ei, þá bara verður að skipta inn á nýjum hugmyndum.  Það er algert grundvallarmál að fella sitjandi ríkisstjórn!!!

X við I  -  við skuldum þjóðinni það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Heyr, heyr !!!  

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.5.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

Heyr heyr Baddi, þetta er hárrétt hjá þér að þetta sé eitthvað til að hafa miklar áhyggjur af. Það ÞARF að koma þessu fólki frá völdum...

Ólafur Örn Ólafsson, 8.5.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góður pistill hjá þér og allt satt og rétt. Í framhaldi af þessari umræðu þinni um auðlindirnar þá get ég ekki orða bundist yfir meðferð Mogga og RÚV Ohf. á þessu grafalvarlega máli sem Kompás kom upp með á helginni. Það er bara eins og ekkert hafi skeð (var einhver að halda að Sjálfstæðisflokkur Sægreifa hefði öll völd á RÚV???)

Ég kom til landsins á mánudag (hafði að sjálfsögðu lesið um þáttinn á netinu) og það er sama hvar maður kemur allstaðar spurt útí trúverðugleika þessa þáttar, svo ég varð að fara í að horfa á hann og var rosalega hrifin af hvað þeim tókst að gera þetta fagmannlega og án upphrópana. En mér finnst hlutur "Ríkisfjölmiðlanna" í framhaldinu hreint út sagt skelfilegur og segja óþarflega mikið um ástandið...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.5.2007 kl. 07:52

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gleymdi því Baddi, að ég get ekki lofað þér að setja x við I og mikið vildi ég óska að allt þetta góða fólk sem þar hefur verið hóað saman til að ganga undir valdagræðgi Margrétar hefði fundið sér gagnlegri leið til að fella þessa guðsvoluðu ríkisstjórn því það ætlar að fara eins og ég spáði, ekkert nema til að dreifa kröftum og allt til að gagnast þeim sem farið er gegn....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.5.2007 kl. 07:59

5 Smámynd: Báran

Ég get lofað því að setja x við I  Hvernig er það, er "leyndarmálið" ekkert að virka hjá þér   Ég hef engar áhyggjur, ekki lengur...

Báran, 9.5.2007 kl. 22:54

6 identicon

Sæll Baddi. Fínasti pistill hjá þér, en ég get ekki sett X við I. Ástæðan er einfaldlega sú að það er of mikill æðibunugangur, of mikill hrærigrautur af fólki sem maður þekki ekki neitt. Mér finnst Margrét frábær stjórnmálamaður og Ómar er yndislegur. Það er bara ekki nóg...ég ætla því að kjósa flokkinn sem er búinn að berjast fyrir náttúrunni frá fyrsta degi.

Tek undir orð þín hér að ofan:

Ef lesendur geta ekki sett X við I þá að minnsta kosti EKKI STYÐJA NÚVERANDI ÁSTAND!

Kveðja,

Davíð.

Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 17:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég deili ótta þínum Baldvin og ætla að setja X við V. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband