Já, loksins loksins loksins...

Til allrar lukku náðu þeir að halda starfseminni áfram á meðan pólitíkusarnir þrösuðu og þrösuðu, já og dældu peningum á sama tíma í starfsemi fyrir austan fjall sem að var rekin af sjúklingum sem á endanum kom í ljós að virtust vera í verra andlegu ástandi en skjólstæðingarnir þeirra.

Ég er afar ánægður fyrir hönd SÁÁ með samninginn, en hey!! Betur má ef duga skal.

Nú er tími til kominn að setja fram skýrar kröfur um ríkisframlög til meðferðaraðila.  Við verðum að setja lágmarkskröfur, liggur það ekki ljóst fyrir?

Er ekki eðlileg krafa að stjórnendur séu fagaðilar?  Er ekki eðlileg krafa að skjólstæðingarnir geti treyst því að þeir muni hljóta þá ummönnun sem þeir þarfnast?

Ég vil sjá kerfi þar sem að niðurstöður eru mælanlegar. Þar sem hægt er að gera árangurskannanir. Þar sem hægt er að skoða hvað gefst vel og hvað ekki.

Ég vil styðja vel við þá sem sýna árangur, þá sem eru fylgja ákveðnu plani og geta séð hvort að það er að skila árangri.  Hættum að meðfara alkóhólisma með tilraunaverkefnum.  Það liggur fyrir löng reynsla af því hvað skilar árangri.  Af hverju ekki að sýna kjark til að velja í hvað peningarnir okkar fara og velja fagaðila fram yfir aðra.

Leyfum áhugafólkinu að safna sínu eigin fé, setjum ríkisfjármuni í raunverulegar meðferðir.

(úff, hvað þetta er búið að liggja á mér .....)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband