Flottur listi af frambærilegu samhentu fólki

Meginmálið hefur að sjálfsögðu verið að stilla saman strengina og koma saman hópi fólks sem hefur sameiginlegt meginmarkmið. Hópi sem er tilbúinn til að vinna sameinaður að stefnu hreyfingarinnar.

Það verða kraftmiklar síðustu vikur fram að kosningum. Verður virkilega gaman að fylgjast með.

Íslandshreyfingin kemur fram ekki vegna óánægju með vinstri flokkana, heldur vegna óánægju með stefnu og störf hægri flokkanna. Við erum fólk sem telst til Sjálfstæðismanna, Frjálslyndra og hægri arms Samfylkingarinnar. Fólk sem að var ekki sátt við stefnu og stöðu þeirra flokka og viljum gera eitthvað í málinu.

Við viljum framfarasinnaðar lausnir í stað bitlinga.  Mæli eindregið með lestri opnuviðtals við Ómar í mogganum í dag. Alveg hreint stórfínt samtal sem skýrir betur en nokkuð sem ég hef séð opinberlega hingað til stefnu okkar og markmið.

Við erum að sjálfsögðu algerlega ósammála því að við styðjum núverandi ríkisstjórn með framboði okkar. Við sjáum ekki annað en að við getum mjög vel unnið í þriggja flokka stjórn sem hefur það að markmiði m.a. að staldra við með frekari virkjanir og búa til heildræna áætlun um nýtingu orkunnar okkar til framtíðar.  Skv. niðurstöðum Finna t.d. þá er Álver einmitt ein alversta nýting orku ef horft er til arðsemi. Við vitum svo að sjálfsögðu öll hver umhverfisáhrifin eru.

Við verðum að vera tilbúin til að stíga fram með drauma okkar og langanir. Við viljum byggja upp samfélag þar sem að framfarir byggja á krafti og sköpunargleði fólksins í landinu en ekki miðstýringar ríkisstjórnarinnar.En þetta snýst ekki um ykkar meginmarkmið. Þetta snýst að sjálfsögðu um það hvað við teljum okkur verða að gera. Þetta snýst um að fylgja hjartanu.

Kjósum með hjartanu - kjósum Íslandshreyfinguna

 Smile


mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nákvæmlega Baldvin.  

Kjósum með hjartanu kjósum Íslandshreyfinguna   www.islandshreyfingin.is 

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.4.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband