Verulega gott dæmi um þá sjálfsbjargarviðleitni sem þarf að koma af stað um landið allt

Þetta er að sjálfsögðu hið allra besta mál.  Virkilega ánægjulegt að sjá aukið líf í atvinnulífinu á Þórshöfn.  Kom þarna fyrir nokkru síðan og skildi satt best að segja eiginlega ekkert hvers vegna voru ekki allir fluttir brott.

Þegar ég kom þarna var eiginlega ekkert starfandi nema vídeóleiga á bóndabæ aðeins fyrir utan þorpið, bensínsjoppan í baænum, sundlaugin og skólinn.  Stemmningin var að mínu mati vægast sagt þunglyndisleg.

Við verðum að leggjast á eitt öll saman og láta okkur detta í hug hugmyndir til að vinna á landsbyggðinni.  Við fólkið þ.e.a.s.

Það er síðan hlutverk stjórnvalda að skapa í samfélaginu stöðugleika og undirstöður til að styðja við þær hugmyndir sem frumkvöðlar láta sér detta í hug.

Á Húsavík hefur t.d. verið talað um að það hafi svo margt mistekist að álver sé eina lausnin. Álver myndi að sjálfsögðu hjálpa buddunni hjá starfsmönnum þess og bæjarsjóði, en það er ekki eina lausnin. Má ekki vera, það væri heldur ömurlegur heimur þar sem virkilega mengandi stóriðja væri það eina sem væri í boði.

Einhvern tíma las ég um hversu algengt það er að frumkvöðlar sem ná markmiðum sínum, hafi fyrst farið nokkrum sinnum í gjaldþrot áður en þangað var komið.  Það þýðir bara fyrir okkur hin að þeir náðu árangri af því að þeir gáfust ekki upp!

Kjósum með hjartanu - það ER hægt að breyta kerfinu.


mbl.is Kúffiskveiðar hafnar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband