Svar til Eggerts Herbertssonar vegna athugasemdar á bloggi Íslandshreyfingarinnar

Sæll vertu Eggert og þakka þér fyrir innlitið á blog Íslandshreyfingarinnar, já og til hamingju með kjör í framkvæmdastjórn Samfó.
Vaktir hjá mér forvitni, telurðu þig vera að starfa í stjórnmálum ególaust?

Það er a.m.k. minn skilningur að ég get aldrei nokkurn tíma gert nokkurn skapaðan hlut án þess að egóið sé með í för. Í mínum huga eru það kannski helst fólk eins og Jésús Kristur, Móðir Teresa, Gandhi og mögulega Nelson Mandela, svo einhverjir séu nefndir, sem er möguleiki að hafi unnið gegn egóinu sínu í stanslausri sjálfsfórn til bjargar öðrum.

Að sjálfsögðu er það egóið okkar sem vill breytingar. Að sjálfsögðu er það egóið okkar sem finnst sér misboðið í t.d. jafnaðarmannaflokki þar sem allar áherslur eru orðnar langt til vinstri og forystunni hefur mistekist hrapalega að byggja upp sameiningu.

Egóið hefur oft komið mér í vanda, en það hefur líka oft nýst sem afl til góðs. Þegar breytinga er þörf er það meðvirkni frekar en nokkuð annað að sitja bara hjá og "vona að þetta lagist bara".

Ef að maður vill knýja fram breytingar, hafa áhrif hvort sem er vegna réttlætiskenndar eða löngunar til að koma einhverju áleiðis, þá á maður að sjálfsögðu að gera það. Stíga fram í hugrekki og reyna að hafa áhrif.

Ekki bara sitja þegjandi og vona að maður fái a.m.k. einhverjar sporslur svona til að vera allavega með.

Ég er stoltur af því að fylgja egóinu mínu og ganga í Íslandshreyfinguna. Ég er afar stoltur af því að fylgja fólki sem hefur brennandi hjarta með málstað og er tilbúið að leggja á sig mikið starf til að vinna að honum.

Kjósum með hjartanu!  Kjósum X-Í


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband