Var inntur eftir því í athugasemd hjá mér hvort að ég væri ekki blár af manni sem taldi mig alltaf til Sjálfstæðismanna, hann minnti mig líka á samtal sem að við áttum fyrir ekki allslöngu um aðbúnað aldraðra. Hér á eftir er svar mitt til hans, fannst þetta eiga skilið sína eigin færslu.
Ég er að mínu mati heldur blár í skoðunum. Þess vegna einmitt hentar Íslandshreyfingin mér svo vel þar sem að ég finn mig ekki í stefnuskrá VG og get ekki kosið Samfylkinguna meðan að mér finnst vanta þar allan trúverðugleika og þeir stíga stöðugt lengra til vinstri.
Sjálfstæðisflokkinn get ég ekki kosið af augljósum (umhverfis) ástæðum.
En takk fyrir að rifja upp fyrir mér þessar samræður okkar þarna í hádeginu. Skoðanir mínar þarna hafa ekki breyst, mér finnst það helber skömm í samfélagi sem á að vera eitt mesta velferðar samfélag í heiminum lifi gamla fólkið (sem skapaði undirstöður velmegunar okkar) við fátæktarmörk. Einfaldlega skömm. Það er líka skömm að við byggjum samfélag sem er þannig stemmt að við gerum okkur svo upptekin að við getum ekki sómasamleg sinnt fjölskyldunni, hvorki börnunum okkar né uppaleldum. Skömm.
Ég vil vinna að framgangi endurbóta á þessu sviði, en ég engu að síður ekki auka ríkisrekstur. Ég vil að ríkið skapi vettvang fyrir samfélagið til að takast á við þessi mál.
Bendi á stefnuyfirlýsingu Íslandshreyfingarinnar: http://www.islandshreyfingin.is/index.php-tree=2&page=2.htm
Þar segir:
3. Sveigjanlegt velferðarkerfi eykur samfélagsþáttöku og lífsgæði:
Skattlagning skal miða að jafnvægi og jafnræði
Einfalda og lækka skal skattlagningu einstaklinga með því að afnema tekjutengingu bóta, með hækkun skattleysismarka og tengingu þeirra við launavísitölu. Þeir fjármagnseigendur sem eru hvorki launamenn eða einkahlutafélög skulu reikna sér launatekjur. Lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja skulu vera undanþegnar tekjuskatti.
Húsnæðiskerfi sem hentar öllum
Aðgangur að húsnæði á að vera tryggður öllum án tillits til efnahags. Íbúðalánasjóður skal einbeita sér að lánum til tekjulágra og fjármögnun félagslegra leiguíbúða. Stimpilgjöld verði afnumin.
Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja
Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja og sníða velferðarkerfið að þörfum þeirra sem þurfa á því að halda. Hækkun grunnlífeyris, afnám tekjutenginga, aukið val um búsetu, atvinna með stuðningi og persónuleg liðveisla eru nokkrir þeirra þátta sem auka lífsgæði, samfélagslega þátttöku og hagkvæmni.
Málefni fatlaðara verði á höndum sveitarfélaga og málaflokknum tryggt fjármagn.
Endurskipulagning velferðar- og heilbrigðiskerfis
Hægt er að einfalda velferðarkerfið og gera það skilvirkara með endurskipulagningu Tryggingastofnunar og endurskoðun laga um almannatryggingar. Skilgreina þarf verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðkomu einkaaðila að kerfinu. Æskilegt er að ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála verði sameinuð og nýtt velferðarráðuneyti stofnað. Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna í auknum mæli til sveitarfélaga og einkaaðila.
Viltu ekki slást í hópinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.