Er þetta ekki mögulega til marks um að VG fari offari í tali sínu um Íslandshreyfinguna?
14.4.2007 | 01:05
Virðist vera að skv. þessu sé gengissveiflan að fara milli VG og XD, eins merkilegt og það nú er.
En hvað um það, aðalmálið er að sjálfsögðu að taka höndum saman og hrifsa til okkar frá XD.
Það er skv. könnun um 38% fylgi innan XD með stóriðjustoppi og við verðum að gera allt sem við getum til að ná til þeirra.
Hvort sem til þarf 2, 3 eða 4 flokka til að fella ríkisstjórnina þá er það alltaf þess virði.
Þjóðin vill nýja tíma, við þurfum að sýna henni hvernig hún getur kosið það til sín.
Atkvæði með X-Í er atkvæði með heiðarleika og einlægum vilja til góðra verki. Það efast engin um heilindi Ómars.
Sveiflur á fylgi D og V innan skekkjumarka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Ég er sammála þér í síðustu setningunni kæri bloggvinur nema þar á að standa X-VG. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 11:19
Heyrðu Baddi minn.. ég er allveg undrandi að finna þig hérna í blogglandi svona grjót-harður á móti ríkisstórninni. Ég hélt að þú værir sannur sjálfstæðismaður, blár eins og himinhvolfið á heiðskýjuðum sumardegi.
Hvað mig sjálfan snertir þá hef ég ekki gert upp hug minn ennþá hvað varðar flokkapólitík en ég tel það hins vegar ekki svo sniðugt að senda Ómar á þing.. fyrirgefðu orðavalið.. en það jú gæti verið sniðugt en ég tel hag þjóðarinnar vera alvörumál. Mér finnst hagur eldra fólksins og t.d. hagur unga fólksins vera brínni en skuldastaða ríkissjóðs. Virkjanir hafa jú hjálpa fjölda heimila og heilu byggðarsamfélögum en auðvitað þarf að hafa hemil á þeim.
Mér finnst hins vegar gleymast í allri þessari virkjanaumræðu að einhver tali fyrir unga fólkið í dag og eldra fólkinu. Það er auðvitað fáranlegt að í siðmenntuðu þjóðfélagi þurfi að stofna sér flokk fyrir eldrafólk svo það geti lifað af. Þar fær núverandi ríkisstjórn falleinkun hjá mér. En sama skapi allir hinir flokkarnir líka. Það er enginn að tala fyrir hönd þessa hópa eða alla vega heyrist ekki hátt í þeim ef þeir hafa eitthvað til málanna að leggja.
En ert þú ekki maðurinn í það ? Jú það held ég bara því þú ert nú ekki eldri en ég hehe. Mannstu eftir hugmyndinni sem við ræddum um í einu fimmtudagshádeginum.. um Big Sam samtökin "Vinasamtök eldra fólksins ? " Því er enginn að leggja á ráðin ? Hvernig má það vera að eldra fólk situr heima og deyr.. eða jafnvel deyr inná stofnun og enginn tekur eftir því ?? Hvar er þessi umræða núna korter fyrir kostningar ??... hún heyrist alla vega ekki í mínum eyrum ?? .. er öllum sama ?? Mig langar mest að skila auðu í ár.. finnst allir vera að þvaðra það sama um virkjanapælingar og húðlituðu fólki.
Hvernig væri t.d. að einhver mundi tala fyrir fjölskyldufólkinu í dag og þá er ég ekki að tala um ókeypis leikskólapláss eins og allir virðast halda að það sé málið. Ég meina t.d hvernig væri að leiðrétta núverandi kerfi þannig, að ungt fólk í dag geti með einhverjum hætti stofnað fjölskyldu, án þess að þurfa að selja sál sína einhverjum banka ?
Eða spurningin er kannski þessi .. má ekki að vera hægt að stofna heimili í dag á Íslandi, án þess að lenda í gjaldþroti ?
Tölurnar í dag sýna að stór hluti af ungu fólki í dag lendir í gjaldþroti eða á vanskilaskrá ? Því er þetta svona og viljum við hafa þetta svona ? Er kannski öllum sama um þetta ? Þurfum við kannski bara að eiga nóg af störfum í banka fyrir þetta fólk, því þau verða allveg örugglega sérfræðingar í viðskiptum eftir alla þessa reynslu í bankaviðskiptum frá blautu barnsbeini ? Eða þurfum við kannski að laga fjárhagsstöðu ríksissjóðs áður en við tökum á "unglingavandamálinu" ?
En þetta er samt fólkið sem mun erfa okkur. Þetta er sama fólkið og mun erfa landið okkar og sama fólk sem allir náttúruunnendur og andstæðingar virkjanna eru að nota í sínum slagorðum og þar á meðal þinn maður.
Hvað gerist svo ? Unglingurinn verður fullorðinn og hvað hefur hann lært annað en að það, að það Á AÐ VERA erfitt að stofna fjölskyldu og ÞAÐ ER EÐILEGT AÐ SKULDA MIKIÐ ? JÚ!.. hann kannski lærði það að hann sjálfur skiptir ekki svo miklu máli og hann sjálfur á eftir að SKIPTA MINNA MÁLI þegar hann verður eldri.
Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda út til komandi kynnslóða ? Er þetta það sem við viljum kenna ?
kv.Gummi Hilberg "den danske"
Guðmundur Hilberg (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:22
Gaman að sjá þig hérna Gummi, og jú víst ertu afar danskur
En þetta er rétt hjá þér, ég er að mínu mati heldur blár í skoðunum. Þess vegna einmitt hentar Íslandshreyfingin mér svo vel þar sem að ég finn mig ekki í stefnuskrá VG og get ekki kosið Samfylkinguna meðan að mér finnst vanta þar allan trúverðugleika og þeir stíga stöðugt lengra til vinstri.
Sjálfstæðisflokkinn get ég ekki kosið af augljósum ástæðum.
En takk fyrir að rifja upp fyrir mér þessar samræður okkar þarna í hádeginu. Skoðanir mínar þarna hafa ekki breyst, mér finnst það helber skömm í samfélagi sem á að vera eitt mesta velferðar samfélag í heiminum lifi gamla fólkið (sem skapaði undirstöður velmegunar okkar) við fátæktarmörk. Einfaldlega skömm. Það er líka skömm að við byggjum samfélag sem er þannig stemmt að við gerum okkur svo upptekin að við getum ekki sómasamleg sinnt fjölskyldunni, hvorki börnunum okkar né uppaleldum. Skömm.
Ég vil vinna að framgangi endurbóta á þessu sviði, en ég engu að síður ekki auka ríkisrekstur. Ég vil að ríkið skapi vettvang fyrir samfélagið til að takast á við þessi mál.
Bendi á stefnuyfirlýsingu Íslandshreyfingarinnar: http://www.islandshreyfingin.is/index.php-tree=2&page=2.htm
Þar segir:
3. Sveigjanlegt velferðarkerfi eykur samfélagsþáttöku og lífsgæði:
Skattlagning skal miða að jafnvægi og jafnræði
Einfalda og lækka skal skattlagningu einstaklinga með því að afnema tekjutengingu bóta, með hækkun skattleysismarka og tengingu þeirra við launavísitölu. Þeir fjármagnseigendur sem eru hvorki launamenn eða einkahlutafélög skulu reikna sér launatekjur. Lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja skulu vera undanþegnar tekjuskatti.
Húsnæðiskerfi sem hentar öllum
Aðgangur að húsnæði á að vera tryggður öllum án tillits til efnahags. Íbúðalánasjóður skal einbeita sér að lánum til tekjulágra og fjármögnun félagslegra leiguíbúða. Stimpilgjöld verði afnumin.
Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja
Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja og sníða velferðarkerfið að þörfum þeirra sem þurfa á því að halda. Hækkun grunnlífeyris, afnám tekjutenginga, aukið val um búsetu, atvinna með stuðningi og persónuleg liðveisla eru nokkrir þeirra þátta sem auka lífsgæði, samfélagslega þátttöku og hagkvæmni.
Málefni fatlaðara verði á höndum sveitarfélaga og málaflokknum tryggt fjármagn.
Endurskipulagning velferðar- og heilbrigðiskerfis
Hægt er að einfalda velferðarkerfið og gera það skilvirkara með endurskipulagningu Tryggingastofnunar og endurskoðun laga um almannatryggingar. Skilgreina þarf verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðkomu einkaaðila að kerfinu. Æskilegt er að ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála verði sameinuð og nýtt velferðarráðuneyti stofnað. Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna í auknum mæli til sveitarfélaga og einkaaðila.
Viltu ekki slást í hópinn?
Baldvin Jónsson, 14.4.2007 kl. 14:11
Takk fyrir gott boð Baddi minn.
Ég er nú eins og þú veist starfandi á stæðstu verkfræðistofu landsins og við erum einn aðalráðgjafi OR í virkjanamálum. En þar sem mér er kunnugt um þinn bæði kaldan og svarta húmor, þá ertu eflaust hlægjandi innra með þér núna. Ég skal samt geyma þetta góða boð þitt og ígrunda það vel. Svara þér næst er við hittumst. :)
kv.Guðm. Hilberg
Guðmundur Hilberg (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 15:16
Mér sýnist Guðmundur vera að leita að Samfylkingunni...
Ólafur Örn Ólafsson, 14.4.2007 kl. 16:47
Gummi minn kæri, það eru margir verkfræðingar að starfa með okkur. Við erum ekki á móti nýtingu auðlinda landsins og stöndum þ.a.l. alls ekki gegn störfum orkufyrirtækjanna. Við erum á móti frekari stóriðju perse án ítarlegra rannsókna á raunverulegri arðsemi þess í sem víðustum skilningi og heildarstefnu til framtíðar fyrir þjóðina. OR á að sjálfsögðu að vera sammála okkur með það.
Það að úthluta ítrekað úr "auðlindasjóði" þjóðarinnar án nokkurrar heildrænnar stefnu er að sjálfsögðu fásinna.
En ef ekki opinberlega, þá getur alltént alltaf verið með í kjörklefanum. Þú veist að þar skiptir atkvæði þitt mestu máli.
Baldvin Jónsson, 14.4.2007 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.