Er staða íslenskra barna og fanga svipuð?

Var að fletta gömlum blöðum og rakst á skrif Hrafns Jökulssonar.

Hann varpar þar fram þeirri hugmynd að staða íslenskra barna og fanga á Litla Hrauni sé í raun mjög svipuð. Þau eru mikið til lokuð inni með sjónvarp, DVD og tölvu alveg eins og fangarnir eyða mestu af sínum tíma.

Þarf ekki breytinga við?  Þurfum við ekki að skapa samfélag þar sem að við þessi sem eigum að bera ábyrgð á börnunum okkar í stað Disney, skólans og vina þeirra, getum staðið okkar plikt og alið upp börnin okkar? Eiga ekki börnin okkar skilið að fá tíma og kærleika frá okkur sem kusum að koma þeim í heiminn?

Já, ég bara spyr.  Liggur mér margt á hjarta á þessum langa föstudegi.  Við krossfestum einu sinni mann sem að gerði ekkert af sér annað en að tala sannleikann sem við vildum ekki heyra þá.  Er ekki kominn tími á að fara að hlusta á Guð í hjarta okkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vaff

Ég er að hlusta.

Vaff, 7.4.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hlusta, allir eru sammála um að börnin þurfi meiri tíma en það virðist vera "hljómandi málmur og hvellandi bjalla".  Annars væri búið að kippa þessu í liðinn.

Gleðilega páska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband