Er Samfylkingin í afneitun?

Á hvaða forsendum getur Ágúst byggt þá hugmynd sína að óákveðnir hlaupi til á síðustu metrunum og kjósi S?  Það er eðlilegt að vona, hollt jafnvel fyrir sálina, en hollast er þó hverjum manni að horfast í augu við staðreyndir.

Samfylkingin lagði fram frábærar hugmyndir í umhverfis- og velferðarmálum nýlega og fylgið þeirra lækkaði?!?  Hefði að sjálfsögðu átt að hafa öfug áhrif, en vilji þjóðarinnar virðist vera annar.  Ég hef sjálfur ítrekað rætt það að mín trú sé sú að meðan að Samfylkingin komi ekki fram sem ein heild að þá nái þeir ekki að byggja þann trúverðugleika sem að þjóðin vill sjá þá þeim sem á að fela umboð til stjórnar.
Frábær stefna án stöðugrar forystu nær ólíklega árangri.

Mér finndist mjög ákjósanlegt að sjá samstarf Samfylkingarinnar og Íslandshreyfingarinnar í næstu ríkisstjórn, stefnumál okkar fara afar vel saman án nokkurs vafa.

Ég vil hins vegar að sjálfsögðu hvetja þjóðina til að fylkja sér með okkur í Íslandshreyfingunni, "gömlu" flokkarnir reyna ítrekað að koma því á framfæri að mikil hætta sé á að lítið fylgi nýs flokks geri ekkert annað en að styrkja núverandi ríkisstjórn.  En það er ekki svo einfalt, það er mikil von á því að nýji flokkurinn komi inn 1-3 þingmönnum, jafnvel mun fleiri ef við spýtum nú í lófana og fylkjum okkur með þeim.

Ég vil kjósa og standa með flokki sem ætlar sér að styðja við útgerð minni báta og styrkja þar með byggð í sjávarþorpunum
Ég vil kjósa og standa með sem ætlar sér að staldra við og endurmeta stöðuna okkar gagnvart stóriðju og nýtingu orkuauðlinda okkar


Ég vil kjósa og standa með fólki sem ætlar sér ekki í málamiðlun með stærstu framtíðar mál þjóðarinnar.

En þú?


mbl.is Ágúst Ólafur: Hætta á að atkvæði detti niður dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála Arnþóri.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Megum ekki láta óttann sigra. Óttinn er einmitt það sem hefur haldið okkur föstum í gömlu hugmyndunum allt of lengi.  Ótti er stjórntæki sem er kominn tími á að leggja til hliðar og fara að taka ákvarðanir byggðar á raunveruleika og bjartsýni

Ég vil endilega sjá Samfylkinguna í ríkisstjórn eins og ég nefndi hérna að ofan. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mitt atkvæði lengur, og hefur að mínu mati bara alls ekki gott af því að fá að stjórna lengur. Valdasýki er erfitt að greina og enn erfiðara að laga meðan að menn fá ekki "frið" til að íhuga stöðu sína.

Davíð Oddsson var maður sem ég bar miklar mætur á í tíð hans sem borgarstjóra og fyrstu svona u.þ.b. 6 árin hans í ríkisstjórn. En síðan fór undan að halla, og síðustu 4 árin hans voru skelfileg dæmi um hvernig maður missir dómgreindina þegar enginn honum nærri þorir að malda í móinn. Þegar maður er búinn að stjórna "öllu" kerfinu óafskiptur í fjölda ára.  Einmitt af sömu ástæðum og Davíð tók loks heiðarlega og góða ákvörðun um að draga sig í hlé, ætti XD að sjá sæng sína útbreidda og taka sér tíma frá stjórn landsins í a.m.k. næstu 4 árin og íhuga fyrir hvað flokkurinn á að standa skv. stefnuskrá flokksins.

Stefnuskráin er nefnilega að mestu fallegt plagg, en fáir sem ég ræði við, aðrir en algerlega efasemdarlausir og "innvígðir" sjálfstæðismenn, kannast við að flokkurinn sé að starfa eftir stefnunni.

Baldvin Jónsson, 6.4.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband