Stuðningur við atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, hvað er til ráða?

Fór að velta þessu fyrir mér í dag eftir spjall við góðkunningja minn (ekki lögreglunnar) sem er að flytja til Danmerkur.  Hann var að koma að utan þar sem að hann var að skoða íbúðarhúsnæði fyrir fjölskylduna og möguleika á því að setja af stað viðskiptahugmynd sem hann gengur með í maganum.

Í bænum sem að hann er að hugsa um að setjast að í er allur mögulegur stuðningur frá hinu opinbera til staðar. Það er hægt að fá viðtal við manneskju sem að leiðbeinir manni í gegnum bjúrókrasíuna (nýyrði?) og svo fékk hann viðtal við stuðningsfulltrúa kommúnunar við ný fyrirtæki.

Sú hin sama sagði honum frá því að m.a. væru í boði verulegir skattafslættir og lækkun á gjöldum, ásamt því að kommúnan leggði til í formi láns án afborgana 1.000.000.- danskra króna og ef að hugmyndin hans skapaði 3 ný störf innan 3ja ára að þá þyrfti hann ekki að endurgreiða lánið!!!

Ég endurtek, ef hugmyndin hans skapar 3 ný störf innan 3ja ára þá þarf hann ekki að endurgreiða lánið.  Af hverju eru hugmyndir sem þessar álitnar slæmir kostir á Íslandi?  Af hverju er alltaf talað um "Sænsku aðferðina" og "Norsku aðferðina" nánast með háði þegar við nefnum stuðning við atvinnu uppbyggingu á landsbyggðinni í einhverju öðru formi en stórðiju?

Opnum augun, það eru í boði margar áhugaverðar lausnir. Við þurfum að virkja frumkvöðla eðli okkar Íslendinga, það er jú verulega hátt hlutfall frumkvöla hér miðað við Evrópu almennt og við eigum að sjálfsögðu að nýta það til hins ítrasta.

Sköpum líka skemmtileg störf á landsbyggðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Já þetta er alveg rétt. Bjó í Danmörku í 2 og hálft ár og kannast við þetta þaðan af eigin reynslu. Þetta er hvetjandi kerfi til nýbreytni í atvinusköpun og gæti verið góð leið fyrir landsbyggðina til að byggja upp atvinnumálin og fjölbreytnina innan þeirra.

Góður punktur Baldvin. 

Vestfirðir, 4.4.2007 kl. 20:20

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hefur stefnan ekki verið sú að allir vilja græða á landsbyggðinni (láta landsbyggðina þjóna höfuðborgarsvæðinu) og flytja allt gullið á suð-vesturhornið (SVH)? Að vilja efla atvinnu eða annað á landsbyggðinni er í reynd að vera með smá hjáleið á málið í stað þess að reisa strax eitthvað á SVH. Íbúar landsbyggðarinnar fjárfesta eingöngu í fasteignum og fyrirtækum á SVH en ætlast síðan til að þeir sem stjórna landinu og fólk sem býr á SVH fjárfesti á landsbyggðinni. Þarf ekki eitthhvað að skoða þetta nánar?

Sigurður Sigurðsson, 5.4.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Ólafur Örn Ólafsson

þarna ertu kominn á rétta braut. Bráðasniðugt kerfi sem hvetur til nýsköpunnar og hugmyndaauðgi.

Ólafur Örn Ólafsson, 5.4.2007 kl. 15:38

4 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Að ná fram nýsköpun á landsbyggðinni í gegn um t.d. skattkerfið er vel þekkt kerfi sem hefur reynst ágætlega víða um heim. Hér hefur þetta aldrei verið rætt af neinni alvöru.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 5.4.2007 kl. 22:29

5 identicon

Þessi hugmynd er ágæt. Hins vegar þarf ekkert að hvetja íslenska frumkvöðla. Flestir þeirra bara gera hlutina. Nenna ekki að bíða eftir styrknum. Ráðuneyti og ríkistofnanir aðrar styrkja oft á tíðum einstaklinga og hafa oft stutt sprotafyrirtæki í einhverjum mæli. Hvort á að koma upp batteríi sem er í því að skapa atvinnu hér á Íslandi þar sem ekkert atvinnuleysi er – veit ekki.

Axel Jón Birgisson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband