Afleiðing gróðurhúsaáhrifanna?

Þetta er eitt af mörgum frávikum undanfarinna ára sem vísa til breytinga loftlags í heiminum.

Fllóðbylgjur, fellibylir og háar hitatölur í Evrópu undanfarin sumur miðað við meðaltelið í bland við ofsarigningar og flóð sem þeim fylgja.

Er ekki nóg að gerast til þess að þó ekki væri nema grunur um að við gætum brugðist við með breyttum lífstíl, yrði til þess að við raunverulega breyttum einhverju??

Við endurvinnum mjólkurfernur og blöð á mínu heimili og erum verulega náttúruvæn í hugsun, en þarf ekki meira til?  Þurfum við ekki að umbylta hugmyndum þjóðarinnar? Vesturlandabúa? Heimsins?

Eru peningar og völd ekki að stjórna bara af því að við trúum því að það eigi að vera svoleiðis??


mbl.is Varað við annasömu fellibyljatímabili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já hvernig væri að fá sér reiðhjól líka. Draga úr mestu menguninni bílnum!?...hehe. Ég endurvinn ekkert en konan endurvinnur allt og stjórnar mér með kjærleika og umburðarlyndi að blöðin fara í þessa strigapoka og fernurnar fara í þennan kassa og þvottaefnið skal vera náttúruvænt og þola niðurbrot því það skolast úr vaskinum og sturtunni og fitan skal vera náttúrleg ekki dýrafita os.frv. En ég fer ekki að hjóla strax. Það vill ég frekar sitja af mér einn eða tvo fellibyli.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:49

2 identicon

Þú ert með frekar slæmt „í gamla dag man ég að...“ heilkenni.

Það er ekkert staðfest samhengi milli fellibylja og gróðurhúsaáhrifa, sjáðu: http://www.wmo.ch/web/arep/press_releases/2006/iwtc_summary.pdf 

Og þú getur varla kennt gróðurhúsaáhrifunum um jarðskjálfta og afleiðungar þeirra það er, flóðbylgjur og tsunami. Bíllinn minn fór ekki í gang í síðustu viku og ég var of seinn í skólann, kannski hefði ég átt að nýta tækifærið og kenna gróðurhúsaáhrifunum um?

Náttúruhamfarir hafa alltaf verið staðreyndir, bara af því við fáum myndir í beinni á 21. öldinni þýðir ekki að þeir séu eitthvað verri en í gamla daga.

Hvað varðar breyttan lífstíl þá hefur hver og einn Íslendingur tækifæri til að lifa mjög grænu lífi, spurning um að byrja heima?

Gísli (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@ Gisli... Sá sá sem ekki áttar sig á stórbreyttu veðurfari... ja hann hefur ekki mikið komið út undir bert loft seinustu áratugina...

Þorsteinn Gunnarsson, 4.4.2007 kl. 04:07

4 identicon

Axel, ég er einmitt fyrir tilstilli minnar ástkæru eiginkonu búinn að vera að þvo þvott undanfarið með 100% náttúrulegu þvottaefni. Þ.e.a.s. þetta eru einhverjar alveg sérstakar hnetur sem þarf að brjóta í helminga og eru settar með í þvottavélina í strigapoka og leysa frá sér virkt hreinsiefni í vatninu.  Finnst þetta flott, en líður alltaf örlítið undarlega þegar ég er að þessu  

Gísli minn kæri, ég sé ekkert um gamla daga þarna í pistlinum?

En það er hins vegar búið að færa fram mikið af upplýsingum sem sýna fram á samhengi milli gróðurhúsaáhrifanna og t.d. aukinnar eldvirkni gossvæða víðsvegar.  Það virðist nefnilega vera svo að þegar að ísinn bráðnar og ferskvatn stórra vatna minnkar vegna aukins hita, að þá léttir af þrýstingi á jarðskorpunni sem gefur kjarnaþrýstingi þar með tækifæri til að þrýsta hraunmassanum enn ofar og þar með verður enn meiri eldvirkni á þeim svæðum sem þetta á við um.

Þetta virðist einni eiga við um hreyfingar á jarðskorpunni þar sem að þrýstingur breytist vegna áður nefndra þátta og jarðskjálftavirkni er að aukast samhliða.  Og að lokum, ef það hefur farið fram hjá einhverjum, að þá eru undanfarnar flóðblgjur allar afleiðingar neðansjávar jarðskjálfta.

En þetta er ekki í gamla daga, þetta er bara einfaldlega núna!!

Baldvin Jónsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 13:44

5 identicon

Ég skil hvernig þér líður

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband