Burtséð frá skorti á sönnunum, er þetta atferli beinlínis ólöglegt??

Fór að velta því fyrir mér þegar ég las fréttina, burtséð frá siðferðilegum hugmyndum manna um samskipti manna og viðskipti. Er ólöglegt að kaupa deyjandi samkeppnisaðila?

Við vitum að það er ólöglegt að misnota markaðsstöðu sína eins og Icelandair gerði á þessum tíma, en er hægt að ráðast svona opinberlega á Pálma?

Skil að sjálfsögðu vel sárindi stofefnda félagsins, en sárindi verða auðveldlega að gremju á lengri tíma og þessar yfirlýsingar lykta meira af gremju en staðfestum upplýsingum um brot.

Brot á samkeppnis lögum jú, það liggur fyrir. En braut Pálmi persónulega á þeim??


mbl.is Segja Pálma eiga persónulegan þátt í rekstrarerfiðleikum IE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu ekki,  ef að þú ert sama  sinnis og Olíu forstjórarnir   Þeir brutu jú ekki á okkur heldur fyrirtækið         furðulegt að ekki megi persónugera brot stjórnenda fyrirtækja

Smugalov (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það er samt eðlismunur á því að stjórn fyrirtækis (eins og í tilfelli Icelandair) taki ákvörðun um undirboð við samkeppnisaðila eða því að 3 hæstráðendur fyrirtækja sem eiga að vera í virkri samkeppni (eins og Icelandair og Iceland Express voru greinilega á flugleiðum IE) taka ákvörðun um að beinlínis skipta á milli sín markaðnum, allt frá ríki til neytenda.

Baldvin Jónsson, 2.4.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Annars bara til að árétta það, að þá er ég ekki að taka afstöðu með eða á móti. Ég er bara að velta fyrir mér spurningunni um það hvort að sýnt þyki og sannað að Pálmi hafi sjálfur gerst brotlegur til þess að eignast reksturinn fyrir slikk??

Baldvin Jónsson, 2.4.2007 kl. 22:44

4 identicon

Það er mjög gott að kaupa deyjandi samkeppnisaðila!!

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband