Ok ok, ég fæ þá ekki vinnu hjá Alcan..... en er það ekki bara fínt?

Er það ekki bara kostur að fólk geti lesið skrif manns og metið mann út frá þeim?  Gera bloggarar sér ekki almennt grein fyrir að það er verið að lesa bloggið þeirra?  Maður getur m.a.s. séð nákvæmlega hvað eru búnir að koma margir inn á bloggið í dag, í vikunni og frá upphafi. (Gæti komið manni í keppni á góðum/slæmum degi Woundering )

En ég held að þetta sé bara hið besta mál. Við eigum að koma hreint fram, eigum að vera óhrædd við að segja satt og koma til dyranna eins og við erum klædd.  Ég trúi því að hamingjan sé m.a. fólgin í því að segja bara satt. Að vera ekki að búa sér til einhvern falskan veruleika "hvítra" lyga eins og svo gjarnan tíðkast.  Bloggið getur farið að þjóna sem tengill við ferilskrá fólks sem er vel bara. Því meira sem við þorum að opinbera af okkur því betra bara segi ég.

Ég vinn t.d. við sölumennsku og þar koma samskipti mín fólki oft á óvart held ég, eða a.m.k. finnst mér oft að fólki finnist eðlilegra að treysta ekki sölumanni, sérstaklega ekki fasteignasölumanni Cool
(Mætti halda að stéttin hafi komið eitthvað illa fyrir í gegnum tíðina).

Ég er líka einn af eigendum að hugbúnaðarfyrirtækinu www.gogogic.is og við stofnuðum það með það sem eitt af megin markmiðum okkar að segja bara alltaf satt.  Hafa oft komið upp díalógar þar sem kemur upp spurningin: "Hvað á ég eiginlega að segja?"  Og svarið hjá okkur hinum er alltaf jafn einfalt þótt manni finnist það oft ömurlegt svar þegar maður situr hinum megin við borðið og vill að heimurinn sé flóknari.

Svarið er einfalt: "Segðu bara satt"


mbl.is Bloggið gæti spillt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryptophan

http://imgs.xkcd.com/comics/dreams.png
Hvað þarf maður að segja meira ? :-)

www.xkcd.com er snilld 

Tryptophan, 31.3.2007 kl. 19:17

2 identicon

Nei það er ekki fínt þegar hundruðir fjölskyldna verkamanna sem byggja lífsviðurværi sitt á þessari starfssemi. Hvern andskotann skiptir máli hvort að skálarnir séu þrír eða fimm.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þú hefur líklega ekki lesið pistilinn Axel miðað við athugasemdina þína, virðist sem þú hafir aðeins lesið fyrirsögnina.  En að því sem þú ert að tala um, þá eru ekki fjölskyldur hundruða manna að fara að missa lífsviðurværi sitt.  Alcan er ekki að fara neitt, þeir eru bara ekki að fara að græða miklu miklu meira á loftslagskvótanum okkar og orkuforðanum.

Alcan lokar ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar orkusamningurinn rennur út og það er 2014.  Fáir hafa trú á að þeir loki í núverandi mynd fyrr en í fyrsta lagi 2025.  Hvar verður þú að vinna þá?  Ég veit ekki hvar ég verð a.m.k. og hef engar áhyggjur af því að þessum 450 starfsmönnum Alcan hugkvæmist ekki eitthvað fyrir þann tíma.

Baldvin Jónsson, 1.4.2007 kl. 19:26

4 identicon

á vinnumarkaðinum er verra að vera fitubolla en fyllibytta en það er einungis vegna þess að hægt er að fela fylleríið betur. nema þú bloggir um það. er þá verst að vera bloggari? er fitubolla sem er fyllibytta og bloggar um það þá óhæf til allra starfa? hmmmm....

beta (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband