Mjög áhugavert að heyra að 4 af 6 flokkum í framboði eru samþykkir því að staldra við....

424581AMá heyra frétt um málið líka á ruv.is í tíu fréttum.

66% líkur á því að það verði staldrað við og beðið með frekari stóriðjuframkvæmdir ef þetta lýsir vilja flokkana en ekki bara einstaklinganna sem sátu fyrir svörum.

66% eru mjög góðar líkur og ber að fagna svo miklum meðbyr.  Málið þó kannski ekki alveg svo einfalt þó óskandi væri. Annar flokkurinn sem er á móti er jú með rúmlega 35% fylgi þannig að líkurnar eru þar með komnar niður undir 50/50.  Það þýðir bara að við megum ekki skorast undan. Við verðum að muna að okkar atkvæði skiptir verulegu máli. Kjósum með framtið.

Við erum ekki að kjósa gegn framförum með því að vilja staldra við eins og svo margir andstæðingar hugmyndarinnar vilja reyna að telja fólki trú um. Að kjósa ekki með því að staldra við er svipað og að reka fyrirtæki árum saman og gera aldrei talningu eða ársuppgjör. Það má ekki æða áfram stefnulaust lengi án þess að illa fari í rekstri. Er það ekki eins í rekstri landsins?

Áfram Ísland - við getum átt bjarta framtíð saman


mbl.is Fulltrúar flokkanna gera grein fyrir afstöðu til umhverfismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband