Hvað hélt maðurinn að verkið fjallaði um???

Að kvarta yfir of mikilli áherslu á neikvæðni álvera á leikriti byggðu á bókinni hans Andra Snæs er fyrir mér eins og að borga sig inn á Formúlu 1 kappakstur og kvarta svo sáran yfir hávaða frá umferð.

Leikritið er að sjálfsögðu ádeila. Ef að maðurinn vill ásamt öðrum kynna sér dýpra rökin sem bókin leggur fram þá mæli ég að sjálfsögðu kröftuglega með lestri hennar.  Bókin er ekki fordómafull, heldur veltir fram fullt af hugmyndum sem a.m.k. gerðu mér gott. Þ.e.a.s. mínu hugarfari og urðu vopn gegn minni eigin þröngsýni og dómhörku.


mbl.is Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Kannski var þetta partur af showinu ?

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 16:59

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já hvað halda leikarar að áhorfendur gleypi við miklum einhliða áróðri? Er þetta leikrit eða pólitískt verkfæri?

Ólafur Þórðarson, 24.3.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Athyglisjúklingur?

Auðun Gíslason, 24.3.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband