Erfitt að sjá hvort var meiri dómgreindarskortur hjá Kristni?

Það að makka svikráð gegn viðskiptavinum olífélaganna með kollegum sínum hjá hinum félögunum eða að mæta síðan í viðtal í Kastljósi og hafa gjörsamlega ekkert, nákvæmlega ekkert til málanna að leggja??

En svona í allri og fullri alvöru, hver ráðlagði Kristni að koma fram í Kastljósi??  Maðurinn kom alveg skelfilega fyrir sig orði, og ef eitthvað er, er mörgum sinnum sekari fyrir þjóðinni á eftir.

Hann sótti í sig veðrið þegar leið á viðtalið og fannst eins og hann hefði sagt eitthvað af viti. En það var misskilningur byggður á hroka. Mér fannst Sigmar vinur minn m.a.s. ef eitthvað er fara að honum full mjúkum höndum. Hefur örugglega verið erfitt viðtal, að vera með jafn skelfilegan staddan viðmælanda hjá sér sem hafði síðan nákvæmlega ekkert að segja.

Hélt Kristinn að hann næði að bera af sér slyðruorðið með mætingunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þetta var bara sorglegt hjá aumingja manninum, ég var meira að segja næstum því farin að vorkenna honum.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband