Freklega erfitt með núverandi lögum fyrir nýja flokka til að koma sér á framfæri.......

Eins og nú er þá er það í höndum flokkanna sem þegar eru "á markaði" að stýra því hvernig megi auglýsa sig og hvað það megi kosta eftir því sem ég skil málið.   Fjárframlög miða við atkvæðamagn í síðustu kosningum sem gera eðlilega nýjum framboðum ansi erfitt um vik.  Þetta yrði væntanlega skilgreint sem "monopoly" í viðskiptalífinu.  Sjá allt um málið hér.

Björn Ingi er augljóslega byrjaður með þusi um auglýsingaherferð Framtíðarlandsins að undirbúa jarðveginn fyrir auglýsingaherferð B-listans. Miðað við auglýsingar þeirra fyrir síðustu landskosningar þegar fylgi þeirra var þó vel rúmlega 2x meira en nú mælist þá held ég að þeir hljóti að bæta vel í núna þrátt fyrir breytt lög um fjáröflun við framboð.

Trúir þú því að Framsókn nái að halda andliti í komandi kosningum?


mbl.is Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna funduðu um auglýsingamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Með mörgum orðum tókst þér að klikkja ágætlega út á nákvæmlega því sem ég er að hugsa. Markaðsráðandi staða allra flokka.

Baldvin Jónsson, 21.3.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband