Lætur þú blekkjast?

Polution_167x223Það er eiginlega alveg ótrúlega klókt hvernig Alcan og aðilar þeim tengdir eru búnir að ná að setja fókusinn skyndilega alfarið á tekjuhliðina.

Við verðum að halda einbeitningunni í málinu. Tekjurnar eru ekki 060130-2_2nema hluti af málinu, aðalmálið er að sjálfsögðu vilt þú kjósa með alveg stórfelldri aukningu á alvarlegri loftmengun á þéttbýlasta svæði landsins?  Aukningu á mengun sem er svo mikil að hún mun án vafa hafa varanleg áhrif um a.m.k. allt norðanvert gufuhvolfið og Atlantshafið.

Hvort vil ég anda eða græða??

LV_ALCAN_viljayfirlysing_02


mbl.is Segir Hagfræðistofnun vanmeta tekjur Hafnarfjarðar af álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Mikið til í þessu.  kvitt

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 20:57

2 identicon

Held að þú ættir að byrja á því líta í eigin barm, hætta að leika þér á jeppum sem þamba olíu, selja bílinn (bílana?) þína og nota almenningasamgöngur, eða að lámarki kaupa þér Prius. Hinum almenna Haffirðingi (hvað þá allir landsmenn) stafar ENGIN hætta á loftmengun frá álverinu. Eina loftmengunarvá sem hrjáir íslendinga er svifryksmengun en þar er bílaflotinn okkar eini sökudólgurinn. Eða ertu einungis grænn í orði?

Gísli (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er grænn á borði Gísli (hver sem þú ert). Það er staðreynd að hefðbundnir fólksbílar já og jeppar eiga afskaplega lítinn hluta af loftmengun landans. Svifryksmengun er vissulega vandamál og þeir sem aka um á nagladekkjum ættu að skoða það mál alvarlega, en það hefur nánast engin áhrif mengunar breytingin frá dísel jeppa/bíl með nýlegum mótor með þeim mengunarvörnum sem þar eru, yfir í hybrid bíl þó að öll breyting sé að sjálfsögðu til batnaðar.  Stærstu breytingunni varðandi bílaflotann næðum við fram með því að færa aftur landflutninga af þjóðvegunum yfir í strandsiglingar.  Það er nefnilega eitt af því fyrsta sem manni er kennt í meiraprófinu að einn full lestaður 18 hjóla trukkur mengar á við að m.t. 40.000 fólksbíla.  40.000!!!!

En hvaða hugmyndir það eru sem valda því að þú heldur að það að tvöfalda koltvírsýrings útblástur bílaflotans í heild sinni með stækkun álversins hafi engin áhrif á gæði lofts hérna (á sama tíma og þú telur það muna miklu að fara af jeppa yfir á fólksbíl), geri ég mér ekki grein fyrir. En það eru án vafa mjög svo undarlegar hugmyndir og afskaplega mikið í mótsögn við sjálfar sig.

Baldvin Jónsson, 20.3.2007 kl. 21:34

4 identicon

Það er staðreynd að fólksbílafloti okkar mengar svipað og stækkað álver (sjá http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5096) Ef þetta er svona lítill og ómerkilegur hluti, af hverju ekki að stækka bara álverið líka?Nagladekk eru einungis hluta af vandamálinu hvað svifryk varðar og mundu sannir umhverfisverndunarsinna ekki láta þar við sitja.Held að þú sért að rugla saman sliti á vegum og mengun (svifryks eða annarskonar) þegar þú talar um að 1 trukkur mengar á við 40.000 fólksbíla, ef það væri satt mundi 6 18 hjóla trukkar menga meira en stækkað álver.  Þannig að ég spyr aftur ertu bara grænn í orði?

Gísli (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:01

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Og ég endurtek, ég er grænn á borði.  Er ekki genginn alla leið í vetnis blendning, en mun vafalaust gera það þegar þeir koma í jeppaútfærslum. Ég hins vegar legg mig fram á öllum sviðum eins vel og ég get, þ.m.t. endurvinnsla, umhverfishyggja, snyrtimennska og virðing fyrir náttúrunni okkar.

Baldvin Jónsson, 20.3.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ef stór hluti af mengun umferðar eru trukkar á ferð um landið ætli umferðarmengunin í borginni sé þá ekki um einn þriðji af heildarumferðarmengun landsins. Ef stækkað álver í Hf mun menga jafn mikið og allur bílaflotinn er það þá ekki rétt reiknað að mengunin frá því sé jafn mikil og þrefaldur bílafloti höfuðborgarsvæðisins?

Dofri Hermannsson, 20.3.2007 kl. 23:57

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þú vilt sem sagt frekar græða en anda?

Ég er algerlega sammála þér með það að nútíma tækni hlýtur að geta spornað kröftuglega við mengun. En til þess að það verði settur alvöru kraftur í það ferli þá þarf að sjálfsögðu að byrja á því að taka vandann undan borðinu og viðurkenna hann fyrir alþjóð. Viðurkenning á því að vandinn sé til staðar þarf alltaf að vera fyrsta skrefið til að eiga möguleika á að vinna sig frá honum, við þekkjum það Gísli

Baldvin Jónsson, 21.3.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband