Var Ingibjörg Sólrún rétt í þessu að segja ósatt í þættinum Ísland í dag?

Var að horfa á Ísland í dag þar sem í viðtali Ingibjörg Sólrún sagði að hún væri búin að undirrita sáttmála Framtíðarlandsins um Framtíð Íslands.  Skráði mig inn á síðuna þar sem að við sem erum búin að skrá okkur og undirrita getum séð hvort þingmenn séu orðnir grænir og þar er hún er í svarthvítu??

Þetta er mikill leyndardómur. Var hún að segja ósatt eða uppfærist síðan svona hægt??

Mér finnst líka mjög merkilegt að fyrrum umhverfisráðherra er ekki búin að skrifa undir. Ætli þingmönnum XD sé bannað að taka þátt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

Sæll Baldvin, - það tekur ótrúlega langan tíma að verða grænn þingmaður í þessu kerfi sem notað er til skráningar. Ég undirritaði sáttmála Framtíðarlandsins í gær og var ekki orðin græn í morgun. Sama var um fleiri þingmenn sem ég hitti í dag. Ég frétti að þeir framtíðarlandsmenn hefðu átt í basli með þetta. Ingibjörg Sólrún eins og margir fleiri þingmenn hefur án efa lent í svipuðu og ég.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 19.3.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband