Ætli ráðamenn þjóðarinnar hefi einhvern tíma skoðað aðra kosti?

Það er svo auðvelt að taka bara við utanaðkomandi "lausnum", eins og þegar álverin koma hingað og "bjóðast til að bjarga" okkur frá atvinnuleysi (sem er þó varla mælanlegt á landsvísu).  Þessi sömu félög og snúast svo við og hóta að fara ef ekki sé gengið að kröfum þeirra!!  Hvernig verður samningastaða Húsavíkur í framtíðinni ef af álvinnslu verður þar miðað við ítökin sem Alcan hefur í Hafnarfirði í dag.

about_logoÉg væri t.d. virkilega hrifinn af því að iðnaðarráðherra tæki upp á því að hringja í Google og bjóða þeim raforku á svipuðu verði og álfyrirtækjunum. Google keyrir að mér skilst upp undir 3 milljónir servera í dag, hefur svipaða orkuþörf og sæmilegt álver, mjög góða framlegð og miðað við allt afskaplega mikla stækkunar möguleika.

Hver vill hringja fyrir okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki betur en að í bígerð sé að byggja hér eina stærstu rafræna gagnageymslu í heimi sem krefst ansi margra servera og ofboðslegrar orku. Einmitt vegna orkuverðsins og vegna hreinleikans er Ísland sá kostur sem helst er litið til. Það er þá ekki hægt að segja að ekki sé eitthvað annað að gerast hérna en álframleiðsla. Og sannarlega trekkir hrein orka Íslands erlenda stóreignaaðila til að borga hér skatta og ráða hámenntaða einstaklinga.

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:19

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hef ekki heyrt af formlegum umræðum um gagnagemslu, en tek því að sjálfsögðu fagnandi.

Baldvin Jónsson, 18.3.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband