Nú er það spurningin, þora leiðtogarnir okkar að taka af skarið?

Já, nú er að hrökkva eða stökkva kæru ráðamenn.  Alveg er ég viss um að þeir sem fyrstir þora af hægri vængnum munu njóta þess verulega í komandi kosningum.

Stór hluti þjóðarinnar bíður spenntur.....

En ein spurning, hvernig stendur á því að þetta framtak var svona hroðalega illa kynnt?  Ég er sjálfur félagi í Framtíðarlandinu t.d. og sit í 2 vinnuhópum innan félagsins en samt vissi ég ekki um stund og stað?? Ég heyrði á fundi með náttúruhópi félagsins af því á fimmtudaginn síðasta að þetta stæði til á sunnudeginum.

Af hverju var þetta ekki auglýst með látum??


mbl.is Framtíðarlandið kynnir sáttmála um framtíð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Vonandi taka þeir af skarið og hunza þessa vitleysu.  Það er ekki björt framtíð sem þessi bölvuðu framtíðarlandssamtök boða.  Svei þeim!

Sigurjón, 18.3.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jú framtíðin er björt.

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 15:52

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hef oft velt því fyrir mér hvernig á því standi að engin menntamanneskja sem hefur þekkingu á sviðinu og ekki fjárhagslega tengingu sé sammála því að ekki þurfi að bregðast við.  Það virðist nefnilega vera þannig að allir þeir sem hafa menntun og þekkingu á málefninu og eru ekki tengdir því eru sammála um það að það verði að bregðast við.  Velti því t.d. fyrir mér núna, Sigurjón hérna er t.d. menntaður?  Hvaða tengingu hefur hann við málið og hefur hann mögulega fjárhagslegan ávinning af því að vera á móti bættri framtíð barnanna okkar?

Baldvin Jónsson, 18.3.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband