Ennfremur geti það valdið ákveðnum aukaverkunum ef því er hætt skyndilega???

Þetta er á tungumáli fíkla almennt kallað fráhvörf!!!

Læknum er illa við að fjalla um fráhvörf af lyfjum af því að það dregur upp kannski sverta mynd af lyfjanotkun.  En fyrir okkur hin þá er gott að vita að svefntruflanir, pirrpingur og almenn vanlíðan eru einmitt lýsandi dæmi fyrir líkamleg fráhvörf og já oft þörf á varanlegri andlegri lausn.

Ég er ekki á móti lyfjagjöf. Vinsamlega ekki skilja mig þannig, alls ekki.  Ég þekki persónulega mjög mörg tilfelli þar sem að fólk þarf á lyfjahjálp að halda, en ég þekki að sjálfsögðu líka til margra tilfella þar sem að aðrar lausnir myndu væntanlega hjálpa mikið mun meira og já, jafnvel gefa varanlegan bata.


mbl.is Tiltekið geðlyf ekki fáanlegt í nokkrar vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki lyf sem notað er af fíklum, ekki lyf sem er misnotað. Veldur ekki vellíðunartilfinningu og þ.a.l ekki flokkað sem ávana og fíknilyf. Þetta lyf er notað við ýmsum geðrænum kvillum, þunglyndislyf, til að bæta svefn hjá fólki sem á við svefnerfiðleika að stríða þar sem ekki er æskilegt að nota hin eiginlegu svefnlyf t.d hjá fólki sem á  það til að misnota áfengi eða lyf. E-ð notað við ofvirkni og athyglisbresti og undirmigu svo e-ð sé nefnt. Jú fólk sem hefur verið á þessu lyfi í langan tíma og á háum skömmtum, þá aðallega fólk á þunglyndismeðferð þá er æskilegt að minnka skammtana smám saman sé það að hætta á lyfinu. Annars getur það jú valdið óþægindum (fráhvarfeinkennum). Það er því vítavert kæruleysi af lyfjafyrirtækinu Actavis að tryggja ekki að þetta lyf sé fáanlegt þar sem ekkert samheita lyf er til staðar sem hægt er að afgreiða í staðinn. Þeim hjá Actavis er kannski alveg sama þar Ísland er jú lítil hluti af þeirra markaði? Mín skoðun er sú að það ætti að beita þeim háum fjársektum, enda er þetta til skammar!

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband