Jú, við erum að sjálfsögðu öll sammála því, en....

Hver er ábyrgð bankanna??

Hvernig vinnum við að mjúkri lendingu?  Á sama tíma og bankamenn ræða um harðar lendingar o.s.v. þá eru þeir hjá Landsbankanum að loka á lánveitingar til þeirra sem eru að baslast vegna lánanna sem þeir fengu hjá þeim á "öðrum væntingartímum".

Er ekki ein albesta leiðin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins að víkja frá hörðum kröfum um arðsemi eigin fjár bankanna og veit litla manninum slaka meðan að jafnvægi er náð??

Ég viðurkenni það fúslega að ég er einn þeirra sem skuldsetti sig of mikið Blush og væntingar mínar hafa augljóslega staðið of hátt á þeim tíma. En hvaða úrræði höfum við meðan að bankinn sem talar út á við um sameiginlega ábyrgð er inn á við aðeins að hugsa um eigin arðsemiskröfur??


mbl.is Gríðarlega mikilvægt að ná mjúkri lendingu segir bankastjóri Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband