Rakst á þessa mynd á blogginu hjá honum Eyþóri Arnalds......

Þú fyrirgefur mér vonandi Eyþór að endurbirta þessa mynd hérna

c_documents_and_settings_eythora_desktop_blog_is_sandstormur_2004_155042 

Flott framtak Eyþór að birta okkur þessa mynd af miklum sandflákum að fjúka út á hafið suður af landinu.  Virkilega sýnileg landeyðing þarna á ferðinni.  Fólk svarar oft til með einhverjum einföldum yfirlýsingum og hrópar lausn.

Sá m.a.a í athugasemdum hjá Eyþóri athugasemd um að þetta snerist "bara" um það að snúa sér að rótum vandans og rækta upp landið?!?

Er fólk með einhverjar góðar hugmyndir um hvernig ætti að gera það sem fela ekki í sér stöðvun frekari stóriðjuframkvæmda??

Ég segi stöðvum frekari framkvæmdir þangað til að fyrir liggur niðurstaða úr hlutlausri skýrslu unninni af helst erlendri ráðgjafastofu.

Fyrir þá sem ekki skilja raunverulega vandann þá er Landgræðslan búin að standa í stöðugu ræktunarstarfi frá 1907 og samt er mun meiri landeyðing í dag en verið hefur áður.

Getur verið mögulega að stórfelldar framkvæmdir LV á suðurhálendinu hafi áhrif??  Það er jú mest gróðureyðing í kringum þessa tugi uppistöðulóna sem eru á því svæði.

Er ekki vitund þjóðarinnar að vakna fyrir þessum málum??  Er þetta ekki græna kosningavorið mikla?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tók Eyþór Arnalds þessa mynd? Af hverju nákvæmleg er myndin?

siggisiggibangbang (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband