Já, hvað skal segja? Þetta er í raun sorglega lágt hlutfall....

Ef aðeins 2000 manns leggjast inn árlega og við erum samt í vandræðum með að fjármagna rekstur hvers konar úrræða, já þá er okkur svo sannarlega vandi á höndum.

Almennar upplýsingar bæði hér heima og erlendis frá báðum megin Atlantshafsins vísa til þess að um 15% þjóðarinnar eigi við áfengis og/eða vímuefnavanda að stríða. 15%!?!

15% af 300.000 eru ef mér skjátlast ekki hrapalega 45.000 manns. Eða ef mér skjátlast ekki enn frekar nærri 23 sinnum fleiri en leggjast inn árlega í dag!?! Þarf ekki að bæta kerfið verulega frá því sem nú er?? Þarf ekki að setja miklu mun meira fjármagn til þess en nú er??

Eru til áætlaðar tölur um það opinberlega hvað einn virkur fíkill kostar þjóðfélagið á ári?? Teljum þá með t.d. búðarhnupl, skemmdarverk, innlagnir vegna slysa, innlagnir vegna ofbeldis, tjón vegna ölvunaraksturs, tjón vegna þynnkuaksturs, almennt mun verra heilsufar, o.s.frv. o.s.frv. Það má lengi telja.

Þarf ekki bara að byrja á að hækka áfengi verulega til að standa undir hluta kostnaðarins? Já, veltum líka upp spurningunni með hvort að fíkniefni eins og kanabis og amfetamín ættu að vera til sölu gegn lyfseðlum?? Það myndi a.m.k. skila svarta markaðstekjunum að einhverju eða stóru leyti inn í ríkiskassann og draga stórlega úr neyslutengdum glæpum.

Ég er ekki að segja að ég sé endilega á því að lögleiðing fíkniefna sé lausnin, en hvað er til ráða?


mbl.is Yfir 2000 manns leggjast árlega inn á stofnanir vegna vímuefnafíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Sannarlega er lögleiðing ekki lausnin á vanda fíkilsins, nema hvað mögulega væri hægt að bjarga þessu féi úr svartholssugu fíknefnaeftirlitsins sem hefur aldrei nokkurn tíman gert neitt einasta gagn til góðs, bara til hins verra eins og allir vita notturlega. Athugaðu að nánast allir glæpir þessu tengdu eru vegna löggjafarinnar, ekki efnanna sjálfra.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 14.3.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Hæ Baldvin og gaman að sjá þig á moggablogginu 

Athyglisverða pælingar hjá þér - er þó ekki alveg sammála þér með allt. Hins vegar, og þrátt fyrir að vera yfirleitt mjög mótfallinn auknum ríkisútgjöldum, þá finnst mér löngu orðið tímabært að það sé gerð könnun á því hvað virku fíklarnir eru að kosta þjóðfélagið, því ég er handviss um að það er svoleiðis miklu miklu miklu miklu meira heldur en að henda fólki í meðferð :) Bara það að senda einn mann í fangelsi í suttan tíma kostar þjóðfélagið morðfjár...Má því segja að við séum öll að græða með því að borga meira í meðferðrarúrræði. Sama má segja með æskulýðs- og tómstundamál. Þau borga sig nánast til baka þar sem það er jú auðveldara að bjarga barninu ef að kemur bara alls ekki nálægt brunninum - forvörn er besta vörnin - í þessu tilfelli

Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.3.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband