Furðulegt, virkilega furðulegt....

Dæmi:
Nú stígur fram maður og kvartar sáran yfir því að verið sé að hreinlega gefa fólki þekkingu á sama tíma og hann er að selja hana annarsstaðar.

Á þá ríkisstjórnin/yfirvaldið/stjórn fyrirtækisins o.s.frv. að A: loka á alla gjafa þekkingu og hjálpa þar með blessuðum manninum að reka sinn "hagkvæma" rekstur eða B: að trúa á frelsi til að koma þekkingu/skoðunum/upplýsingum á framfæri og kjósa að hunsa kvartanir mannsins algerlega?

Svar óskast......


mbl.is Fræðsluvef BBC lokað vegna kvartana frá framleiðendum fræðsluefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og bent hefur verið á áður þá er ekki verið að gefa fólki þekkingu heldur eru skattgreiðendur(eigendur BBC) að borga 20 milljarða króna til að framleiða kennsluefni í beinni samkeppni við einkaaðila.

Kalli (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Kalli það er ekki eðlilegt að ríkisfyrirtæki með aðgang að skattpeningum haldi úti starfssemi í samkeppni við einstaklinga,því get ég verið sammála. Hitt er svo annað mál að ef mig minnir rétt þá er BBC i raun rekið fyrir nefskatt að litlum hluta og kemst ekki í ríkiskassan að vild heldur koma mest af tekjum BBC í gegnum sölu á  fræðsluþáttum og almennu afþreyingar efni um allan heim sem þeir framleiða. Ég held að það verði einmitt svona mál sem fá ríki til að endurskoða evrópusambandið þessi miðstýring frá Brussel verður á endanum svo mikil að þjóðríki geta ekki sætt sig við hana og draga sig út úr samstarfinu. En mér gæti auðvita skjátlast.

Gunnar Pétur Garðarsson, 14.3.2007 kl. 23:06

3 identicon

Í kringum 85% af tekjum BBC koma frá Breska ríkinu, þ.e.a.s skattborgurum.  Afgangurinn er vegna sölu þátta, o.s.frv. 

Vil nú samt ekki skjóta of föstum skotum að uppáhaldssjónvarpsstöðinni minni. 

Kalli (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband