Sérð þú ekki fyrir þér eitthvað mun tæknilegra þegar talað er um 3G?

Mér finnst alltaf að þetta hljóti að vera eitthvað alveg nýtt og sérstakt. Svo kemur bara í ljós að 3G virðist fyrst og fremst standa fyrir aukna flutningsgetu fyrir tæknina sem er nú þegar til staðar.

Gæti reyndar komið sér verulega vel í netsambandi við umheiminn þar sem núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa minnsta áhuga á að tryggja tæknifyrirtækjum öruggt samband úr landi og halda þeim þannig á heimamarkaði.

Kannski GSM kerfið verði með lausn þar á?  Varla, þrátt fyrir hraðar framfarir er flutningsgeta GSM kerfisins enn langt langt undir því sem gervihnattarsamband og fastlínusamband getur boðið upp á.


mbl.is Farsímar af þriðju kynslóð þegar í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er samt í raun mjög mikil tæknileg framför þrátt fyrir að þetta sé "bara" aukning á flutningsgetu í grunninn. Þetta þýðir að plássfrek gögn eins og vídjó, lög og aðrar skrár komast yfir í símana (og tölvur, en það er líka hægt að tengja þær gegnum 3G), hægt að bjóða upp á vídjósamtöl o.frv. Þannig að þessi hraðaaukning hefur í raun ótal möguleika í för með sér. Það verður líka vonandi viðráðanlegra verð á þessari þjónustu en GPRS en það er ekki hvern sem er að fara á netið gegnum símann sinn í dag.

Guðbergur Geir Erlendsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:27

2 identicon

Ég held þú sért aðeins að misskilja, utanlands-umferð um þetta hraðvirka farsímakerfi hlýtur að fara um sæstreng alveg eins og öll umferð á milli Íslands og annara landa sem fer ekki um gervihnött.

Eða þá að ég er að misskilja.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 07:58

3 identicon

Loksins verður hægt að browsa netið almennilega í símanum hérna heima, streyma high-quality audio og videó ásamt nátt videósímtölunum sem geta gefið háan kúlfaktor sem ég þekki af eigin raun.

Svo er lang líklegast að það verði frítt traffíklega séð að nota portalana hjá símfyrirtækjunum en síðan um leið og maður fer á "utanaðkomandi" net þá er rukkað. Þó eru fordæmi nú þegar útí heimi um operatora sem eru hættir að rukka fyrir traffík og því síminn búinn að replaca því lappann algjörlega

Helgi Már (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:16

4 identicon

Helgi: Síminn kemur náttúrulega aldrei alveg í staðinn fyrir gemsann, það er náttúrulega ómögulegt að vinna einhver alvöru verkefni á svona skjáum sem passa í vasann, þó svo þetta eykur vissulega notagildi símanna til muna og í fleiri og fleiri tilfellum grípur maður í símann frekar en lappann en maður á samt aldrei eftir að skrifa ritgerð á símann sinn.

Guðbergur Geir Erlendsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 20:14

5 identicon

sími... að koma í staðinn fyrir gemsan, já... allavega það er sagt í fréttinni að það að eiga videosamtal í gegnum gemsann sinn eða 3g-inn sinn sé einsog úr vísindaskáldsögu. Crap! Þetta var fyrst hægt í danmörk fyrir rúmu ári síðan, og þá veit ég ekkert hverjir voru fyrstir með þetta en ég veit að það voru ekki danir, (örugglega japanir) það er ömurlegt að hlusta á þetta bull í þessum  veffréttarmönnum. Svo halda íslendingar að þeir séu svaka tæknilegir, þegar danir eru á undan okkur þá er eitthvað að..................  

Pétur M (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:18

6 identicon

Japanir voru fyrstir, það er satt. Fyrir hvað 6 eða 7 árum. Videocall er búið að vera í Danmörku a.m.k. síðan ég kynnti mér það þar, sumarið 2004.

Við, Íslendingar, erum já búnir að lenda aftarlega í þessari þróun sem gefur okkur núna jumpstartið til að hoppa beint í 3.5G sem er auðvitað ennþá meiri broadband experience.

 Hinsvegar til að svara með að replaca lappann, þá auðvitað skrifar maður ekki ritgerðirnar á símann en það er hinsvegar ótrúlegt hvað er hægt að gera í gegnum símann, hef sjálfur getað unnið öll mín tösk á hraðbrautinni í Þýskalandi með símanum einum, þ.e. inná linux vél, kannandi status, mokandi gögnum milli servera + basic stöff eins og að svara pósti og slíkt. En viðurkenni að ég myndi ekki nenna að skrifa meira en 3 línur í einu á símann.. enn sem komið er... en þetta verður bara snilld og verður gaman að sjá hvernig Íslendingar taka í þetta og þá einna helst yngri kynslóðin og tæknitröll sem eru líklegust til að nýta sér þetta.

Helgi Már (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:57

7 identicon

Hah, ég átti að sjálfsögðu við að síminn kemur aldrei alveg í staðinn fyrir ferðatölvuna.

Guðbergur Geir Erlendsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband