Er þetta enn eitthvað óljóst?

Finnst þetta enn aðeins loðið, væri gott að fá skýra yfirlýsingu Ómar.  En ég fagna því innilega eins og augljóst er á skrifum mínum hérna að fá fram grænt framboð.

Já, það mun vissulega líka taka til sín frá VG, en hvers virði er það ekki fyrir heildina að fá fram enn meiri áherslur á græna hugsun?  Hvers virði er það ekki að fá fram hugmyndir sem eru ekki eingöngu tengdar við vinstri stefnuna eingöngu?  Flestir sem ég þekki eru frekar til hægri en vinstri skv. okkar skilgreiningum og vilja meira grænt. Það hefur bara vantað fyrir okkur trúverðugleika til að geta kosið til hægri.

Þetta er vonandi lausnin á því....


mbl.is Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásmundur Bjarni Árnason

Balli, það er til grænt framboð - framsóknargrænt meira að segja.  Hugsaður þér hvílíkir markaðsmenn þeir eru,  korter í kosningar fara þeir af stað með stjórnarskrárbreytingu.  Stjórnarandstaðan hoppar náttúrulega eins og kanína af kæti, og vill fá að vera með. 

Held að Frammararnir verði í ríkisstjórn áfram...... ef þeir þurfa að verða grænir - nú þá gera þeir það.  En bara í aðdraganda kosninganna.

Ásmundur Bjarni Árnason, 6.3.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ef einhver tekur XB alvarlega í umhverfismálum eftir undanfarin ár, þá þarf sá hinn sami að sjálfsögðu afar stóran skammt aukalega af geðlyfjunum sem að hann/hún er á fyrir

Kveðja, Netlöggan

Baldvin Jónsson, 6.3.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Púkinn

Púkinn skilgreinir sig sem hægri-grænan, þótt hann líti út fyrir að vera blár, samamber meðfylgjandi mynd.

Púkinn vonast til að þetta framboð verði til þess að hann þurfi ekki að skila auðu í kosningunum.

Púkinn, 6.3.2007 kl. 18:05

4 identicon

Hva, Baddi að blogga? Sá þig á síðunni hans Svenna Waage. Gaman að þessu. Keep up the good work!

Sóla (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband