Algengur misskilningur varðandi hækkun á íbúðarhúsnæði.....

Það virðist ganga mjög víða þessi stórkostlegi misskilningur að trúa því að breyting lánshlutfalls hjá Íbúðalánasjóði í 90% sé orsakavaldur þess að veruleg hækkun varð á fasteignamarkaði frá ágúst 2004 og að hækkun núna aftur setji af stað aðra skriðu hækkana.

Meginorsök hækkunar var innkoma bankanna á markaðinn með virkum hætti í sumarbyrjun 2004 eftir að þeir unnu mál gegn ríkinu og Íbúðalánasjóði fyrir Evrópudómstólnum. Þar var dæmt bönkunum í vil og ríkið krafið til þess að aflétta einokun ríkisins á húsnæðislánum.

Vegna innkomu bankanna á markaðinn neyddist ríkið til að stökkva út í djúpu laugina mun hraðar en hafði verið skipulagt að gera. Þ.e.a.s. til að verja Íbúðalánasjóð gegn útrýmingu við þessa nýju kraftmiklu samkeppni var ekki við það ráðið að koma 90% lánunum á í nokkrum þrepum eins og hafði verið planið heldur varð að keyra það á í einu stóru skrefi vegna þess að bankarnir voru þá þegar farnir að bjóða upp á 80% lán og svo mjög fljótlega 100% lán í mikilli samkeppni sín á milli.

Að sjálfsögðu voru allir lánveitendur gerendur í málinu og allir lánþegar líka. En Íbúðalánasjóður þó innan við 20% af heildinni sem gerir þá nú frekar að fylgjendum en leiðendum sem þeir og voru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband