Flárátt fagurt fljóð? Flagð undir fögru?

Já, langaði að deila með ykkur sögu af kunningja mínum sem lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um síðustu helgi.

Þessi kunningi minn sem er farinn að nálgast sextugt hratt og örugglega er nýlega skilinn eftir áratuga hjónaband sem er að sjálfsögðu miður en svo vill sem verður.  Enn í ljósi nýrra aðstæðna ákvað hann að skella sér út á lífið um síðustu helgi og svona að þreifa á því hvernig hlutirnir hefðu þróast þar.

Til þess að gera langa sögu örlítið styttri, þá verða lyktir þær að honum til mikillar furðu, já stórfurðu, þá tók stórglæsileg kona undir þrítugu hann á löpp og vildi ólm fara með honum heim.  Kunningi minn, sem hafði lítinn skilning á þessari skyndilegu kvenhylli, var að vonum ósköp ánægður og spenntur og jánkaði.

Þau fóru saman út fyrir að leita eftir leigubíl, en af einhverjum ástæðum (þrátt fyrir að hafa drukkið afar lítið) þá svífur svona skyndilega á hann að hann er varla með rænu þegar að hann kemur heim og er að greiða fyrir leigubílinn. Hann hélt kannski að það væri lítil reynsla hann af skemmtanalífinu undanfarin ár eða hitabreytingin við að setjast inn í leigubílinn sem væri orsökin þar.

Þegar inn var komið reyndi hann sitt besta til að reyna að hressa upp á sig, það var jú von á einhverju virkilega líflegu, a.m.k. miðað við skilaboðin sem þessi ónefnda stúlka sendi stöðugt.

Það vill hins vegar svo óheppilega til að hann man síðan ekki meira. Hann rankar við sér í sófanum undir morgun og man ekki neitt, en finnst þetta allt farið að virðast mjög skrítið.  Við nánari skoðun heima hjá sér þá sér hann hins vegar að einhver (hann á erfitt með að fullyrða að það hafi verið stúlkan þar sem að hann man ekkert) er búinn að nánast hreinsa út hjá honum!!!

Ferðatölvan farin, sjónvarpið farið, hljómtækin, rafmagnsverkfærin, farsíminn o.s.frv. o.s.frv.

Hann hringdi í lögregluna að sjálfsögðu og þar kannaðist viðmælandi hans við svona reynslusögur??!

Það er sem sagt búið að gerast oft að einhver afskaplega myndarleg kona tælir með sér eldri menn heim til þeirra, þeir af einhverjum óþekktum (svefnlyf í glasið þeirra væntanlega) ástæðum verða skyndilega svona afskaplega þreyttir að þeir detta út og muna ekki meir.....  og þegar þeir vakna er búið að gera hjá þeim stórhreingerningu!!!

Látum þessa sögu ganga, þetta þarf að fréttast öðrum til varnaðar.

Þegar ég var yngri sagði pabbi minn elskulegur mér einhvern tímann að það væri gott að hafa í huga í lífinu að þegar eitthvað virtist vera of gott (jafnvel allt of gott) til að vera satt, þá væri það yfirleitt reyndin  Errm

Berum þetta út,  kveðja frá netlöggunni Police


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég svo aldeilis hissa !!!    Vá.. .. 

Íris (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband