Framfarirnar koma úr merkilegustu áttum......

Nú er búið að setja fram rafhlöður sem taka spennuna úr líkamsvökvum.......

Hljómar kannski ekki spennandi við fyrstu skoðun, en aldrei að vita hvar nokkur auka volt kæmu að notum. 

Getum t.d. hugsað okkur aðstæður þar sem við erum við frábærar aðstæður á toppi Kerlingar í Vatnajökli með ungling með í ferðinni sem næst lítið samband við vegna stöðugrar hlustunar hans á mp3 spilarann sinn. 

Skyndilega verður græjann rafmagnslaus og þú sérð hömlulausan ótta við að þurfa að eiga samskipti við okkur hin byrja að vaxa í augum hans.  Hvað er þá til ráða?

Jú jú, maður getur alltaf pissað í pokann og lánað honum nokkrar auka rafhlöður.... úfff


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband