Verulega góðar fréttir....

Og til marks um góðar horfur í efnahagsmálum, en betur má ef duga skal.

Til að tryggja stöðugleika þá þarf að halda vel á spöðunum og draga úr stórverkefnum á næstunni, sem er svo aftur virkilega jákvætt fyrir íslenska náttúru og umhverfisverndarsjónarmið.

Nú er bara númer eitt að taka af skarið og kjósa gegn stækkun álversins í Straumsvík. Það er engin hætta á að atvinnuhorfur versni til muna í Hafnarfirði og nágrenni vegna þessa. Álverið er orðið mjög lítill gerandi í atvinnulífinu á höfuðborgarsvæðinu.


mbl.is Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hækkar úr 80% í 90%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég get ekki tekið undir að þessa séu góðar fréttir, að ýta undir einkaneyslu þegar verðbólga er ennþá svona mikil!

þetta er bara til marks um þá slöku efnahagsstjórn sem ríkistjórnin er að reka.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.2.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Blog-andinn Eyvar

Ég er aftur á móti fullkomlega sammála þér kæri vinur og réttilega þarf að minna á þörfina á að draga úr stórframkvæmdum á vegum hins opinbera

Blog-andinn Eyvar, 28.2.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband