Hvernig verður S trúverðugt?

Ég held að megin ástæða þess að VG hlýtur svona góða útkomu í könnunum núna sé annars vegar græn stefna (þrátt fyrir að fæstir vilji önnur stefnumál þeirra í reynd) og hins vegar trúverðugleiki. Menn trúa þeim til að standa heiðarlega með því sem þeir gefa sig út fyrir að vera.

Getur Samfylkingin ekki farið að vinna að því að skapa sér það traust??

Er það ekki lykillinn að því að auka fylgi flokksins?

Bærinn er fullur af nettum hægri mönnum sem dauðlangar að fá eitthvað trúverðugt til að kjósa.

Ef Samfylkingin tæki afstöðu til stóru málanna opinberlega og stæði með stefnunni myndi fylgið væntanlega aukast þó nokkuð, og þá úr báðum áttum. En það er að sjálfsögðu væntanlega bundið við það að S standi fyrir framtíð og gegn frekari stóriðju....

Getur S ekki tekið af skarið og orðið Grænn flokkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband