Hvað er að vera pólitískur?

Já, það er hægt og rólega að renna upp fyrir mér að ég er bara mjög pólitískur.

Hef alltaf sagt að ég væri það ekki, hef alltaf tengt það að vera pólitískur við að vera baráttumaður fyrir ákveðinn flokk og stefnu hans sem ég hef ekki verið hingað til. En nei, ég er bara mjög pólitískur.  Þegar kemur að málum sem skipta mig máli þá tek ég sterka afstöðu og er tilbúinn til að láta mitt af mörkum til að skapa því brautargengi.

Að tuða bara um ástandið, að gera ekkert nema í besta falli að kvarta eftir að eitthvað gerist sem að maður hefði getað haft áhrif á er ekki að vera pólitískur.  Að gera ekkert og ætlast til að aðrir sjái um málin fyrir mann er ekki að vera pólitískur. Það eru m.a.s. til mörg bara frekar ljót orð um hvað það er. Góður kunningi minn kallar það gjarnan Fenjafólkið. 

Að vera ekki sama ER að vera pólitískur,

að vera tilbúinn til að taka ábyrgð og gera eitthvað, það er að vera pólitískur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband