En er "SAM"fylkingin rétt nafngift?

Ég get alveg viðurkennt það opinberlega. Mig alveg dauðlangar að kjósa Samfylkinguna í vor, en.... en ég bara get það ekki eins og staðan er í dag.

Ég er mjög grænn í eðli mínu en ekki til vinstri, og það liggur alveg ljóst fyrir í mínum huga eftir að hafa lesið yfir stefnumál VG fyrir næstu kosningar. Þeir tala um að hægja á, ég get ekki lesið úr þessum lista neitt annað en harkalega handbremsubeygju og afturhvarf til fjarlægrar fortíðar.

En ég get heldur ekki kosið D, því miður. Hef kosið þá líklega oftast, en þeir standa bara ekki með mér og landinu. Ég er hægri sinnaður og sé ekki annað en að það samrýmist langtíma hagvexti að byggja upp landið og hafa þar með not af því til langtíma.

EN sjálfbær nýting er skilyrði. Byggjum upp land sem elur okkur önn, land sem gefur vel af sér OG land sem allir mega njóta. Mér finnst flokksstefna D listans fallegt plagg. Mér finnst bara D listinn ekki vinna skv. henni.

En af hverju þá ekki að kjósa S? Jú vegna þess að ég sé ekki hver stefna þeirra er yfirhöfuð.

Hvar stendur flokkurinn gagnvart umhverfismálum?
Hvar stendur flokkurinn gagnvart stóriðjumálum?

Eru einhver stefnumál flokksins það skýr að við getum treyst því að þeir "breyti" þeim ekki bara enn og aftur fyrir mögulegan frama og völd (atkvæði)?? Ég sit og býð......

Verður afskaplega forvitnilegt að sjá hvaða stefnumál ómar, Margrét og Jón Baldvin setja fram.


mbl.is Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband