Sat oddvita fund í HR í hádeginu

Þetta var góður fundur þar sem að Jón Gnarr átti sviðið að sjálfsögðu. Hann hóf fundinn á því að lýsa því yfir að hann ætlaði að draga framboð sitt til baka en meðan að ég sat enn í geðshræringunni kallaði hann hátt og snjallt: "Djók".  Hann ætlar sér svo sannarlega að hafa þessa baráttu skemmtilega a.m.k. Það er ljóst og tókst vel til á þessum fundi.

En hér að neðan er kynningarpistillinn minn fyrir REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ sem ég flutti í HR í dag.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

1. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ - Óháð framboð um hagsmuni Reykvíkinga.

Aftur og aftur horfum við upp á hagsmunum borgarbúa fórnað sem skiptimynt í valdabrölti fjórflokksins á landsvísu. Borgin hefur verið vanrækt vegna landsmála pólitíkur fjórflokksins og virðist oft sem kjörnir fulltrúar líti á störf í borginni sem æfingavöll og auglýsingu fyrir þingmennsku. Þetta hefur sýnt sig í málum eins og flugvallarmálinu og Sundarbraut svo aðeins tvö nærtæk dæmis séu tekin.

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ er framboð til þess að berjast fyrir Reykvíkinga. Við erum óháð og getum beitt okkur að fullu fyrir heimabyggð.

Rekstur borgarinnar á ekki að snúast um neitt annað en að veita borgarbúum þjónustu. Það er ekkert hægri og vinstri í því. Það eru landsmálastjórnmál.


2. Bætt skipulag - dregur úr umferð, fækkar slysum og minnkar mengun.

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill bæta skipulag borgarinnar og þétta byggð. Þétting byggðar eykur hagsæld borgarbúa og eykur lífsgæði. Það fjölgar nú með hverjum deginum þeim fjölskyldum sem aka yfir 100 km. á dag til að sinna erindum sínum í borginni, og það jafnvel á báðum heimilisbílunum. Þetta eykur umferð í borginni, sem þýðir aftur aukningu á slysum og mengun. Þá sparast fjölskyldum miklir fjármunir en samkvæmt tölum Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda er kostnaður við rekstur einkabíls ekki undir 1,5 milljón á ári. Einnig er þetta skipulag allt of dýrt fyrir borgarsjóð.

Þessa stöðugu útþenslu borgarinnar verður að stöðva, endurskipulagningar er þörf.

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill að skipulögð verði falleg byggð í Vatnsmýri.


Vatnsmýrin er á tvöfaldri stærð á við Monaco í nálægð við falleg útivistasvæði eins og Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Skerjafjörðinn, Tjörnina, Miðbæjinn og 2 háskóla. Þannig svæði hentar ungu fólki mun betur en byggð upp til heiða í 30 mínútna fjarlægð frá þjónustukjörnunum. Hvort viljum við frekar í framtíðinni búa á Hólmsheiði með flugvöll í Vatnsmýri eða búa í Vatnsmýri með flugvöll á Hólmsheiði.

Við þurfum að hugsa til framtíðar. Hún kemur.


3. Verjum velferðarkerfið - bætum þjónustu. Lausnin er í Vatnsmýrinni.

Um leið og Vatnsmýrin er skipulögð sem byggingasvæði þá verður hún verðmæti. Þar myndast yfir 70 milljarðar sem hægt er að nota á næstu árum til að byggja upp innviði borgarinnar og halda uppi allri þeirri þjónustu sem við þurfum á að halda án þess að skuldsetja borgarsjóð enn frekar eins og fjórflokkurinn vill.

Nú þegar er búið að skerða þjónustuna mikið og bitnar það sérstaklega á barnafjölskyldum.


REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill

  • Verja hagsmuni borgarbúa

  • Bæta skipulag fyrir aukna hagsæld og

  • Verja velferðarkerfið og bæta þjónustu

  • Allt þetta ÁN skattahækkana því REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ sér lausnina í Vatnsmýrinni

 

 


mbl.is Jón Gnarr og Hanna Birna best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 búa í Vatnsmýri með "flugvöll" á Hólmsheiði...... þetta hlýtur að vera grín hjá þér !??? 

Í hvaða vináttum á hann að vera notahæfur ??

Hvernig aðflug ætlaru að hafa inná hann ?? 

Hvernig á flugvöllur sem er 500-600 fetum hærri (nær ríkjandi skýja hulu að vetri) en núverandi flugvöllur að vera jafngóður eða betri ??

 ég gæti haldið áfram lengi ...en þetta eru fínar spurningar til að byrja á !???

 Kv Arnar

flugmaður hjá Flugfélagi Íslands

p.s ...afhverju er þinn réttur til búsetu í vatnsmýri meiri en minn réttur til atvinnu ?? 

Arnar Rúnar Árnason (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Arnar, ertu að grínast þegar þú segir atvinnu þína háða flugvallarstæði í Vatnsmýri?

Það var blindaþoka af hafi á Reykjavíkurflugvelli í eftirmiðdaginn í dag. Ég efast um að þokan hafi náð upp á Hólmsheiði eða hvað?

Haukur Nikulásson, 6.5.2010 kl. 00:17

3 identicon

Eg bara spyr, er nu ekki nog ad reyna ad thrifa upp skitinn sl. 2 ar og sleppa thessu storframkvaemdarbulli ? Thetta er engu skarra en golfvallarruglid sem er i gangi, og ibuarborginnar svelta.

Myndi svo gjarnan vilja heyra hvad thid aetlid ad gera svo ad td. eldri borgarar sem hafa lennt illa i thvi geti sofid a notunni fyrir ahyggjum.

Thessi mal ykkar eru gratleg a timamotum sem thessum, eg hreint ut sagt veit ekki a hvada solkerfi thid erud fra.

Adda (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 01:18

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Adda, tóninn hjá þér bendir til þess að þú sért ekki sátt við nýtt framboð og sért fljót að afgreiða það út úr sólkerfinu. Við það verð ég að una.

Það er enginn að hefja stórframkvæmdir á þessum tíma heldur upphefja þá eign sem Reykjavík á í Vatnsmýri til þess að nota í að brúa bilið í kreppunni. Reykjavík þarf að standa fyrir aukinni félagslegri þjónustu á meðan kreppan varir og það verður ekki gert peningalaust, það hlýtur þú að skilja eins og aðrir. Eldri borgarar eru þar með meðtaldir.

Það er meining þeirra sem fara í svona framboð að reyna að hjálpa fólki að sofa með því að reyna að koma að málunum þegar aðrir eru búnir að rústa þeim. Vertu þakklát fyrir aukið val í kosningunum.

Haukur Nikulásson, 6.5.2010 kl. 07:22

5 identicon

Haukur,  nei ég er ekki að grínast.  

það er eiginlega nokk sama hvert þið farið með völlinn, það kemur alltaf til með að valda fækkun í röðum flugmanna hjá okkur.   

sem dæmi :

þið farið með hann uppá hólmsheiði. 

Þá verðurþað til þess að oftar verður "ófært" og fljótlega verður af þeim sökum minni áhafnarþörf.  það gæti tekið eitt - tvö ár að finna út hver hún væri en hún yrði minni.

Í sterkum norðan áttum í Reykjavík, þegar við erum að koma að norðan eða austan, reynum við að taka stefnu á Elliðavatn og koma þá eins hátt (8-10.000 fetum, Esjan sem dæmi nær uppí c.a 2500 fet) og okkur er frekast unnt yfir það svæði sem þú ætlar að setja völlinn á til að forðast ókyrrð frá þeim fjöllum sem umkringja verðandi vallarstæðið ykkar.

Þegar þetta er ekki hægt sökum skýjafars á Hólmsheiði þá setjum við oft stefnuna á Akranes  og komum hátt yfir Akranes og fáum að lækka flugið út á sjó til að losna við ókyrrð.  þetta er auðvitað bara hægt í sjónflugi sem oft er í norðanáttinni.  Sem sagt Hólmsheiði í norðan sterkri norðanátt yrði  lokuð vegna ókyrrðar, þegar hægt yrði að lenda í Vatnsmýrinni.    hvernig ætlar þú að leysa það ???? 

Hólmsheiði í Suðaustan, sunnan og suðvestan áttum: sem er akkuat, eins og í gær og i dag og þá verður skýjafar vandamálið.  Við erum oft að vinna við þannig að aðstæður í Vatnsmýrinni að við fljúgum aðflugið í þessari átt, niður að lágmarki sem er þó bara 240-460 fetum yfir sjávarmáli.  Sem sagt skýjabotninn er þá í c.a 3-500 feta hæð ?  Lágmörk fyrir sömu aðflug á Hólmsheiði þýða að lágmörkin verða að vera í 590 -790 feta hæð og það segir sig sjálft að það yrði oftar ófært !  Hvernig ætlar þú að leysa það ?

Hólmsheiði í sterkri austan og vestan átt: þá yrði ókyrrt af Henglinum og þeim “fjallahrygg” og það síðasta sem flugmenn vilja eru sviptivindar og þess konar leiðindi á stuttri lokastefnu fyrir lendingu  sem sagt .. aftur oftar ófært !

Hvað varðar að fara með völlinn til Keflavíkur þá myndi það sama verða uppá teningnum.  Það myndi valda atvinnuleysi í okkar röðum.  Ef að þú ert ekki búinn að fatta hvernig það kemur til þá skal ég aðeins útskýra það.  Keflavík er  í 4-7 mínutna meiri fjarlægð frá flestum áfanga stöðum innanlands.  Þetta skilar sér auðvitað í 4-7 min. lengri flugtíma per hvern legg flugsins, sem sagt flugtími samtals lengist um 8-14 mín fyrir hverja ferð.

Hreyflum á flugvélum er þannig háttað að viðhald á þeim er allt mælt í klukkustundum og hafa þeir allir hámarkslíftíma. Við skulum segja 5000 klst í þessu tilfelli (bara dæmi). Sem sagt, ef að við eyðum 8-14 mínutum meira per hverja ferð “af  hreyflunum”og þá auðvitað kemur það til með að skila sér strax út í miðaverðið.  Ergo …enn hærra miðaverð (flestum finnst dropinn dýr nú þegar) veldur fækkun á farþegum sem aftur skilar sér í minni áhafnaþörf fyrir fyrirtækið og eykur atvinnuleysið hjá flugmönnum.

 Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að margir myndu frekar keyra allaleið en að aka fyrst til Keflavíkur og standa í öllu innritunar veseninu þar til að eiga svo eftir að fljúga á áfangarstað.

Mér persónulega finnst þetta framboð ykkar vanhugsað.  Ef að þið  komið fram með góðan stað fyrir völlinn þá mynduð þið sennilega hljóta meiri stuðning en þið komið til með að gera.  Hvernig væri nú að fara að ræða framtíð þessa flugvallar af einhverju viti, en ekki í einhverju pólitískum frösum. ????   Ég hélt að Baldvin væri stuðningsmaður þess að hætta að ræða málin á nótum fjórflokkanna??

Svo enn og aftur Haukur NEI ég er EKKI að grínast, ....en þú ????

 

Kv Arnar

 

p.s   þið getið svo sleppt því að  trúað mér hvað varðar veður og vind, og lesið skýrslu veðurstofunnar frá 2007 varðandi mismun veðurfarslega á þessum tveim svæðum.      

 

Arnar Rúnar (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:42

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Arnar, ég skil afstöðu flugmanna og þú kemur ágætlega inn á það. Ég tel hins vegar að verið sé að meta meiri hagsmuni fyrir minní í þessu dæmi.

Stjórnmál ganga alltaf út á það og það þýðir óhjákvæmilega að það er alltaf stigið á einhverjar tær og í þessu tilviki ykkar flugmanna, ég skil það og hef samúð með því. Hins vegar kaupi ég ekki það að færsla flugvallarstæðisins þýði atvinnuleysi hjá flugmönnum, þar gengurðu of langt í röksemdafærslunni. Ég myndi fyrr kenna gosinu í Eyjafjöllum um atvinnuleysi meðal flugmanna en færslu flugvallarstæðis.

Það er bæði heimilt og í lagi að vera ósammála. Það er auðheyrt að við erum hvorugur að grínast. Við verðum að hugsa í lausnum fyrir heildina og þar með er stundum stigið á sérhagsmuni. Vonandi geturðu fyrirgefið það.

Haukur Nikulásson, 6.5.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband