Hvers vegna vill REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ koma á þriðja stjórnsýslustiginu í borginni?

Dreifing valdsins er mikið hagsmunamál alls staðar í stjórnmálum í dag. Hálfgert einræði ríkir á mörgum stöðum. Þrískipting valdsins er í raun aðeins einskipting þar sem að framkvæmdavaldið ræður öllu og í borginni eru allar ákvarðanir teknar í borgarstjórn þar sem að hagsmunir stóru flokkanna á landsvísu virðast oft skipta meira máli en hagsmunir Reykvíkinga sem að þeir þó eiga að vera að berjast fyrir.

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill koma á þriðja stjórnsýslustiginu í borginni í formi sjálfbærra hverfisráða sem kosið er til innan hvers hverfis fyrir sig. Slík ráð myndu stýra því hvernig skipulag hverfisins þróast innan eigin hverfis þó að slíkt þyrfti eðlilega ávallt að vera í samstarfi við aðliggjandi hverfi þegar um útjaðar er að ræða. Eina leiðin til þess að íbúar hverfanna stýri eigin málum sjálfir er að koma á slíkum hverfaráðum sem að hafa sjálfstæðar fastar tekjur af útsvari hverfisins, til þess að nýta á þann máta sem þau sjálf kjósa.

Í dag er þetta ferli þannig að það er í raun ekkert sjálfstæði og íbúarnir eru alltaf undir duttlunga borgarstjórnar komnir með það hvort að einhverju fé verði veitt í þeirra nær umhverfi eður ei.

Dreifum valdinu - aukum lýðræðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband