Færsluflokkur: Enski boltinn

David Villa til Liverpool?

Það væri alvöru biti fyrir mína menn, biti sem mig hefur dreymt um síðan í Evrópukeppninni. Biti sem samt verður að teljast ólíklegt að náist yfir þar sem að hann gaf það mjög skýrt út eftir Evrópukeppnina að hann vildi alltaf spila á Spáni og hvergi annarsstaðar. En mikið svakalega sem hann og Torres virkuðu saman í spænska landsliðinu.

En hvað er þetta með að vera alltaf að hóta að selja Alonso? Hann er búinn að spila þvílíkt flottan bolta með Liverpool í vetur og fyllir hressilega skarð fyrir skildi. Ætli sé eitthvað á milli hans og Benitez sem fer ekki í fjölmiðla?

Það hlýtur eiginlega að vera, liðið ætti að vera að berjast fyrir því að halda honum áfram.


mbl.is Benítez hyggst setja eyðslumet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ManU loksins loksins búið að jafna sigurmet Liverpool

Jæja jæja, til hamingju ManU félagar mínir. Hélt að þetta væri tímabil minna manna í Liverpool núna, en þeir því miður sýndu ójafnvægi á köflum sem kostaði þá þessi örfáu stig sem á endanum skiptu öllu máli.

Til lukku Óskar minn


mbl.is Manchester United enskur meistari í 18. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær knattspyrnuleikur - mesta veisla sem ég hef séð frá úrslitaleiknum 2005

Eðlilega er ég ekkert of ánægður með það að mínir menn komast ekki áfram, en það er ekki annað hægt að segja en að þeir hafi barist fyrir allan peninginn í kvöld. Þeir börðust hreinlega eins og ljós í öllum stöðum og það sama má segja um Chelsea að stærstum hluta fyrir utan væludúkkuna hann Drogba sem ég hef bara nánast andúð á. Hann er einn þessara manna sem hafa ræktað með sér gríðarlega hæfileika í því að fleygja sér niður og væla eins og 16 ungabörn yfir nákvæmlega engu en hefur á sama tíma þvílíka yfirburði yfir flesta leikmenn í líkamsburðum. Ótrúlega dökkur blettur á annars frábærum leik.

En ef einhvern tímann hefur mátt gagnrýna Benitez fyrir undarlega knattspyrnustjórn að þá var það í kvöld. Hann tók tvær skiptingar í seinni hálfleik sem algerlega gáfu Chelsea leikstjórnina að mínu mati.

Fyrst tekur hann Mascherano út af í skiptingu og tekur þar með kjölfestuna úr miðjunni hjá Liverpool og svo skömmu síðar skiptir hann út af Torres sem þá var búinn að vera að gefa færi á sér um hreinlega allan völlinn. Þessar tvær skiptingar að mínu mati voru afar vitlausar og hleyptu Chelsea allt of mikið inn í leikinn.

En enn og aftur, algjör veisla þessi leikur og þörf hvíld frá pólitísku karpi. Var á leiðinni á borgarafund RÚV á Nasa þegar að ég sá að staðan var orðin 0-2 fyrir Liverpool og ég bara hreinlega varð að fresta pólitíkinni aðeins og horfa á restina af leiknum fyrst. Sé ekki eftir mínútu af þeim tíma.


mbl.is Fjögur mörk ekki nóg til að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool tekur nú hvert stórliðið á fætur öðru í bakaríið - getur þessi dagur orðið betri? Red Devils who??

Liðið er í þvílíku stuði þessa dagana og hreint frábært að fylgjast með. Ég biðlaði til þeirra hérna fyrir leikinn vegna "hagsmunaárekstra" sem ég myndi lenda í innan fjölskyldunnar ef Liverpool menn myndu tapa þessum leik. Ég átti kannski frekar samt von á jafnteflis leik, en þetta var hrein aftaka Cool

Sorrý Viggó Pétur - við bara "áttum" ykkur í dag Grin


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, samskipti mín við föður minn og náfrænda eru einfaldlega í húfi hérna!!

Tja, svona að minnsta kosti í nokkra daga eða vikur eftir leikinn ef United vinnur.

Liverpool - þið bara einfaldlega verðið að standa ykkur.  Erum núna með bestu menn liðsins í góðum gír og tökum United 0-2 á morgun!!


mbl.is Benítez: „Verðum að vinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skarð fyrir skildi - Gerrard því miður algerlega ómissandi

Þá er bara að vona að Alonso fái að stíga fram og blómstra.  Það er alveg ljóst að Gerrard er því miður nánast ómissandi fyrir liðið. Án hans munum við ekki ógna mikið United og fyrsta sætinu held ég.

En hvað er annars með Arsenal, óheppni þeirra er alveg hreint ótrúleg. Nánast heilt brjunarlið í meiðslum eða veikindum. Verður þó gaman að sjá hvernig Arshavin reiðir af hjá þeim. Þar er á ferð án vafa einn af 5 bestu leikmönnum síðustu Evrópukeppni. Virkilega fljótur og útsjónarsamur.


mbl.is Gerrard ekki með Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínir menn í Liverpool ekki alveg að skila sínu í dag

Eftir að hafa nánast orðið klökkur á Austurvellinum í dag þar sem "Þú gengur ekki einn" var sungið svo ágætlega er þetta "tap" enn sorglegra. Já ég segi tap, hvernig er jafntefli gegn Stoke eitthvað annað en að nánast tapa leiknum? Töpuðum án nokkurs vafa að minnsta kosti 2 stigum.

Chelskie og United eiga nú enn frekari möguleika.  Koma svo Poolarar, ykkar tími er kominn!


mbl.is Markalaust hjá Stoke og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóknarfæri í ensku knattspyrnunni - ætli skuldsett yfirtaka Liverpool á Everton myndi ekki styrkja fjárhagsstöðu félagsins verulega?

Merkilegast fannst mér samt að sjá West Ham mun betur staðsett á þessum lista en Liverpool. Eiginlega ógnvænlegt bara.

En er þetta ekki útrásartækifæri? Kaupum Liverpool og Everton í pakka díl í skuldsettri yfirtöku og leggjum svo niður Everton.  Hljómar það ekki bara vel?


mbl.is Tíu ensk félög tæknilega gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangur maður á röngum stað og án vafa í vitlausu húsi ....

Leiðinlegt ef rétt reynist. Ég kýs þó að trúa á sakleysi hans uns sekt er sönnuð. Þarf kannski ekki mikið til þess að vera talinn hluti af slagsmálum á knæpu þegar nokkrir berjast.

Glæsilegur leikur hjá Gerrard í gær, sýndi og sannaði enn einu sinni að hann er einn albesti miðjumaður heimsins í dag. Leika ekki margir eftir honum að skora 2 og skila líka 40 metra sendingum á tærnar á samherjunum. Snilldar leikmaður.


mbl.is Steven Gerrard handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér fannst bara algerlega nauðsynlegt að halda þessu til haga hér

enski_stadan_27.10.2008

Var annars ótrúlega merkilegt fyrir mig að horfa á þennan leik. Þrátt fyrir að geta ekki talist hlutlaus að þá einfaldlega yfirspilaði Liverpool Chelsea þrátt fyrir að vera með boltann aðeins þriðjung tímans. Merkilegt nokk. Voru mun meira ógnandi og mun líklegri til að setja hann aftur. Chelskie voru meira svona að æfa sendingar og hlaup, þó að að sjálfsögðu hafi verið ógn af þeim allan tímann.

Ég er alveg gríðarlega ánægður með að allt bull um sölu á Xabi sé úr sögunni, skildi aldrei hvaða þvæla það var. Einfaldlega næst besti miðjumaður liðsins.

Carragher var síðan að sjálfsögðu allt í öllu í vörninni, þó að Hyppia hafi reyndar átt sjarmerandi innkomu í blálokin og náði þar á innan við 10 mínútum að hreinsa frá 5 sinnum með góðum sköllum. Carragher átti algerlega solid leik, og ef tölfræðin er skoðuðu hefur hann án vafa átt þriðjung allra blokkeringa og aðgerða sem fram fór í teig Liverpool.

Góður dagur, loksins loksins tók einhver Chelskie í bólinu á brúnni.


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband