Færsluflokkur: Dægurmál
Sem betur fer hverfandi hætta á þessu hérna á landi.....
1.3.2007 | 16:24
þar sem það er jú með öllu ólöglegt að flytja inn lyfseðilsskyld lyf skv. íslenskum lögum, með sér erlendis frá og ekki hægt að fá send.
Skammtíma lausnir í þessu sem og flestum öðrum málum eru yfirleitt til vamms og skaða.
Varað við megrunarpillum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flárátt fagurt fljóð? Flagð undir fögru?
1.3.2007 | 10:47
Já, langaði að deila með ykkur sögu af kunningja mínum sem lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um síðustu helgi.
Þessi kunningi minn sem er farinn að nálgast sextugt hratt og örugglega er nýlega skilinn eftir áratuga hjónaband sem er að sjálfsögðu miður en svo vill sem verður. Enn í ljósi nýrra aðstæðna ákvað hann að skella sér út á lífið um síðustu helgi og svona að þreifa á því hvernig hlutirnir hefðu þróast þar.
Til þess að gera langa sögu örlítið styttri, þá verða lyktir þær að honum til mikillar furðu, já stórfurðu, þá tók stórglæsileg kona undir þrítugu hann á löpp og vildi ólm fara með honum heim. Kunningi minn, sem hafði lítinn skilning á þessari skyndilegu kvenhylli, var að vonum ósköp ánægður og spenntur og jánkaði.
Þau fóru saman út fyrir að leita eftir leigubíl, en af einhverjum ástæðum (þrátt fyrir að hafa drukkið afar lítið) þá svífur svona skyndilega á hann að hann er varla með rænu þegar að hann kemur heim og er að greiða fyrir leigubílinn. Hann hélt kannski að það væri lítil reynsla hann af skemmtanalífinu undanfarin ár eða hitabreytingin við að setjast inn í leigubílinn sem væri orsökin þar.
Þegar inn var komið reyndi hann sitt besta til að reyna að hressa upp á sig, það var jú von á einhverju virkilega líflegu, a.m.k. miðað við skilaboðin sem þessi ónefnda stúlka sendi stöðugt.
Það vill hins vegar svo óheppilega til að hann man síðan ekki meira. Hann rankar við sér í sófanum undir morgun og man ekki neitt, en finnst þetta allt farið að virðast mjög skrítið. Við nánari skoðun heima hjá sér þá sér hann hins vegar að einhver (hann á erfitt með að fullyrða að það hafi verið stúlkan þar sem að hann man ekkert) er búinn að nánast hreinsa út hjá honum!!!
Ferðatölvan farin, sjónvarpið farið, hljómtækin, rafmagnsverkfærin, farsíminn o.s.frv. o.s.frv.
Hann hringdi í lögregluna að sjálfsögðu og þar kannaðist viðmælandi hans við svona reynslusögur??!
Það er sem sagt búið að gerast oft að einhver afskaplega myndarleg kona tælir með sér eldri menn heim til þeirra, þeir af einhverjum óþekktum (svefnlyf í glasið þeirra væntanlega) ástæðum verða skyndilega svona afskaplega þreyttir að þeir detta út og muna ekki meir..... og þegar þeir vakna er búið að gera hjá þeim stórhreingerningu!!!
Látum þessa sögu ganga, þetta þarf að fréttast öðrum til varnaðar.
Þegar ég var yngri sagði pabbi minn elskulegur mér einhvern tímann að það væri gott að hafa í huga í lífinu að þegar eitthvað virtist vera of gott (jafnvel allt of gott) til að vera satt, þá væri það yfirleitt reyndin
Berum þetta út, kveðja frá netlöggunni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já, menn lifa ekki lengi á fornri frægð í henni Ameríku........
27.2.2007 | 21:38
a.m.k. ekki ef að maður er á kafi í rugli og lemur eina albestu söngkonu þeirra kana, eða hvað?
Á hann kannski fullt af aurum? Eða fór það allt til Kólombíu?
Bobby Brown dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir meðlagsskuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hefur þú einhvern tíman keyrt um bæinn til að fá áritaða......
27.2.2007 | 21:17
.....málningarfötu??
Fór bara að velta þessu fyrir mér núna yfir sjónvarpsauglýsingunum. Flugger auglýsir mikið og býður manni að koma eitthvert og fá málningarfötu sem er árituð af málarameistara??
Af hverju???
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætli myndin sé sviðsett?
27.2.2007 | 02:50
Engin hætta - aðeins útigrill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsilegt f.h. Scorsese en......
26.2.2007 | 17:14
Að mínu mati ekki spurning að leikur Jack Nicholson hefði átt skilið verðlaun líka.
Hann er alveg skelfilega sannfærandi í hlutverki Costello, svo sannfærandi að maður efaðist oft í gegnum myndina um geðheilsu hans sjálfs.
En virkilega góð mynd til afþreyingar.....
Scorsese fékk loks Óskarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skv. þessum lista á ég mér ekki líf......
26.2.2007 | 17:02
Skv. lista yfir kvikmyndir sem ég sá á síðu hérna á blogginu og fullyrðingum um "skort á lífi" ef maður hefur séð yfir 85 myndir af listanum, já þá er augljóst að ég á mér ekkert líf.
Hef séð 132 myndir af listanum þarna.....
En er þessi fullyrðing ekki bara tilkomin af börnum?
Hafa ekki allir kvikmyndaáhugamenn sem eru orðnir 30+ búnir að sjá a.m.k. 100 myndir þarna?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg þrælgóð kynning um hvernig á að byggja upp skemmtilegan rekstur...
26.2.2007 | 10:18
Er um 45 mínútna langt samt.......
>
Virðist ekki koma hérna inn Google video þannig að hérna er linkurinn
Viðskipti eru ekki bara viðskipti, þau eru líka skemmtun
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta ekki gott dæmi um þörf okkar á innihaldslausri afþreyingu?
25.2.2007 | 21:06
Fyrir mörgum árum eftir að hafa séð nánast ekkert nema myndir um sifjaspell og heimilisofbeldi í bíó í einhverja mánuði þá fór ég að sjá bíómynd sem hét Tommy Boy og var úr smiðju nokkurra af Saturdaynight Live hópnum. Myndin var algerlega laus við innihald og meiningu en var bara frekar mikið fyndin. Ég hló meira og minna í gegnum alla myndina og kom út glaður. Já, glaður.
Þegar ég kom út fannst mér EKKI að heimurinn væri á vonarvöl, mér fannst EKKI að heimsendir væri í nánd. Bara u.þ.b. 120 mínútur af afþreyingu og hvíld frá umheiminum. Já, hvíld.
Það er nefnilega þannig að stundum a.m.k. er bara alveg ferlega gott að gleyma sér og taka sér stundarfrið.
Ætli Ghost Rider gæti ekki losað okkur við eitthvað af virkjunum?
Draugasaga enn vinsælust vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi auglýsing var bönnuð í USA, er bara nokkuð góð finnst mér....
25.2.2007 | 20:03
hvatning til forerldra um gott uppeldi ......
Eða hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)