Færsluflokkur: Bloggar

Er vaxandi vitund fyrir verndun?

 Þegar ég var krakki fannst mér alltaf að einn eftirtektarverðasti stjórnmálamaðurinn væri Steingrímur Hermannsson. Ekki endilega vegna embættisverka hans sem þingmanns og/eða ráðherra, heldur tók ég frekar eftir honum fyrir að mínu mati skemmtilega/mannlega framkomu.  Með því að t.d. bera stöðugt fyrir sig minnisleysi ("ég bara man það ekki, ég verð að segja það..." fyrir þá sem muna ekki eftir viðtölunum við hann) en gefa síðan út ævisögu sína í nokkrum ritum þar sem að minnisleysið virtist alveg gjörsamlega hafa yfirgefið hann sem ég samgleðst honum að sjálfsögðu með af einlægni. Ég man eftir mikilli umfjöllun um hann þegar að hann meiddi sig við smíðar heima við, uppákoma sem hlaut mikla athygli í fréttum og af spéfuglum þess tíma.  En með þessari skemmtilegu framkomu virðist Steingrími (ásamt Framsóknarflokknum öllum) hafa tekist að hafa aðra hluti minna áberandi. Eins og t.d. þá staðreynd að erlend lán sem voru tekin fyrir hans tilstuðlan (eftir því sem mér er sagt) voru það óhagstæð og dýr að líklegt er að minni kynslóð og kynslóðinni á undan takist ekki einu sinni að greiða að fullu vextina af þeim á okkar lífstíð.

 

En hey, þessi hugleiðing á alls ekki að snúast um Steingrím. Hann hefur að mínu mati gert marga góða hluti eftir að hann hætti störfum sem þingmaður. Þessi hugleiðing mín snýst um "snillingana" í Framsóknarflokknum sem enn einu sinni virðast ætla að treysta á algert minnisleysi kjósenda við kosningar. A.m.k. langtímaminnisleysi. Framsóknarflokkurinn sem að fór fyrir skjöldu við skipulag stóriðjustefnunnar sem hefur nú þegar kostað okkur nánast óbætanlegan skaða á gróðuþekju landsins og er enn með á skipulagi að drepa enn meira af gróðri er nú farinn að stíga fram sem grænn flokkur????  Hvað er það?  Trúir því einhver að það sé eitthvað raunverulegt á bakvið þetta?  Er ekki ótrúlegt að stefna flokka geti endurtekið tekið svona stórkostlegum breytingum á kosningaári?

Ekki misskilja mig Jónína, ég er þér virkilega þakklátur fyrir að vera ekki meðmælt uppbyggðumKEAKjalvegi. En er ekki ráð að stíga lengra?  Að stíga skrefið til fulls í þessarri vitundarvakningu sem að þið virðist vilja standa fyrir núna, og blása allar frekari stóriðjuframkvæmdir af borðinu??


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband